Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 16. maí 2024 22:33
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega gaman að vinna fótboltaleiki, langt síðan síðast, skoruðum líka fín mörk og það var bara mjög ánægjulegt og ágæt frammistaða svona að mörgu leyti." voru fyrstu viðbrögð Rúnars Páls Sigmundssonar en Fylkismenn eru komnir áfram í Mjólkurbikar karla eftir 3-1 sigur á HK


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Fylkismenn lentu undir í leiknum en náðu að svara því mjög fljótlega með þremur góðum mörkum.

„Við náðum að jafna fljótt aftur og settum bara tvö mörk fljótlega eftir það þannig það hafði engin áhrif á okkur en dapurt á fá þetta mark á sig"

„Við vorum að spila ágætlega út á velli og gerðum þetta ágætlega, svona síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik smá kæruleysi en við silgdum þessum leik heim og gerðum það bara fínt."

Fylkir fór með 3-1 forskot inn í hálfleik og silgdu þessu hægt og rólega heim í þeim síðari þrátt fyrir nokkur áhlaup HK

„Þetta var bara fínt og gaman líka fyrir strákanna að vinna fótboltaleik, það er langt síðan það gerðist og það vonandi bara gefur okkur aukið sjálfstraust og líka tilfinning að vinna leiki þannig þetta var bara kærkomið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner