
„Ótrúlega gaman að vinna fótboltaleiki, langt síðan síðast, skoruðum líka fín mörk og það var bara mjög ánægjulegt og ágæt frammistaða svona að mörgu leyti." voru fyrstu viðbrögð Rúnars Páls Sigmundssonar en Fylkismenn eru komnir áfram í Mjólkurbikar karla eftir 3-1 sigur á HK
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 HK
Fylkismenn lentu undir í leiknum en náðu að svara því mjög fljótlega með þremur góðum mörkum.
„Við náðum að jafna fljótt aftur og settum bara tvö mörk fljótlega eftir það þannig það hafði engin áhrif á okkur en dapurt á fá þetta mark á sig"
„Við vorum að spila ágætlega út á velli og gerðum þetta ágætlega, svona síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik smá kæruleysi en við silgdum þessum leik heim og gerðum það bara fínt."
Fylkir fór með 3-1 forskot inn í hálfleik og silgdu þessu hægt og rólega heim í þeim síðari þrátt fyrir nokkur áhlaup HK
„Þetta var bara fínt og gaman líka fyrir strákanna að vinna fótboltaleik, það er langt síðan það gerðist og það vonandi bara gefur okkur aukið sjálfstraust og líka tilfinning að vinna leiki þannig þetta var bara kærkomið."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.