Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Arnór Ingvi: Getum ekki komið tveimur dögum seinna og látið rústa okkur
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
   fim 16. maí 2024 22:33
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúlega gaman að vinna fótboltaleiki, langt síðan síðast, skoruðum líka fín mörk og það var bara mjög ánægjulegt og ágæt frammistaða svona að mörgu leyti." voru fyrstu viðbrögð Rúnars Páls Sigmundssonar en Fylkismenn eru komnir áfram í Mjólkurbikar karla eftir 3-1 sigur á HK


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Fylkismenn lentu undir í leiknum en náðu að svara því mjög fljótlega með þremur góðum mörkum.

„Við náðum að jafna fljótt aftur og settum bara tvö mörk fljótlega eftir það þannig það hafði engin áhrif á okkur en dapurt á fá þetta mark á sig"

„Við vorum að spila ágætlega út á velli og gerðum þetta ágætlega, svona síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik smá kæruleysi en við silgdum þessum leik heim og gerðum það bara fínt."

Fylkir fór með 3-1 forskot inn í hálfleik og silgdu þessu hægt og rólega heim í þeim síðari þrátt fyrir nokkur áhlaup HK

„Þetta var bara fínt og gaman líka fyrir strákanna að vinna fótboltaleik, það er langt síðan það gerðist og það vonandi bara gefur okkur aukið sjálfstraust og líka tilfinning að vinna leiki þannig þetta var bara kærkomið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner