banner
   mið 16. júní 2021 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Frábær frammistaða hjá Wales gegn Tyrklandi
Wales er í býsna góðum málum.
Wales er í býsna góðum málum.
Mynd: EPA
Turkey 0 - 2 Wales
0-1 Aaron Ramsey ('43 )
0-1 Gareth Bale ('61 , Misnotað víti)
0-2 Connor Roberts ('90 )

Það voru miklar getgátur um það að Tyrkland yrði svarti hesturinn - ef svo má segja - á EM í sumar. Þannig hefur það bara alls ekki verið.

Wales er í mjög góðum málum upp á það að komast áfram í 16-liða úrslit eftir 2-0 sigur gegn Tyrklandi í dag.

Tyrkirnir litu ekki vel út í fyrri hálfleiknum. Aaron Ramsey kom Wales yfir undir lok hálfleiksins, en munurinn hefði klárlega getað verið meiri en 1-0 í hálfleik.

Gareth Bale hefði getað svo gott sem gengið frá leiknum þegar hann fór á vítapunktinn eftir rúmlega klukkutíma leik. Það var brotið á honum og hann fór sjálfur á punktinn. Hann setti boltann hins vegar langt, langt yfir markið.

Tyrkirnir pressuðu aðeins, en Wales varðist vel. Á lokamínútunum leiksins bætti Connor Roberts svo við öðru marki Wales. Bale bætti upp fyrir vítaklúðrið með undirbúningi sínum að markinu. Lokatölur 2-0.

Wales er með fjögur stig eftir tvo leiki en Tyrkland er án stiga. Tyrkland á enn möguleika á þriðja sætinu, en það er spurning hvort það myndi duga. Tyrkland mætir Sviss í lokaleiknum, en eftir rúman klukkutíma mætast Ítalía og Sviss í þessum riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner