Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 16. júlí 2022 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Gunnhildur um fyrirliðaskiptin: Hefurðu séð Glódísi?
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi kastali er geggjaður. Ég og Hallbera fengum smá sýningartúr, og vá. Elsti hlutinn í þessum kastala er held ég 800 ára gamall. Það er gaman að vera á svona stað," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Englandi.

Hótelið er fyrir utan Crewe og er ekki mikið um að vera fyrir utan það. Leikmenn hafa fundið sér ýmislegt að gera innan veggja þess.

„Ég er búin að vera að æfa mig í pílukasti. Telma kenndi mér hvernig ætti að kasta pílu. Ég er búin að panta mér píluspjald heim til mín."

„Maður er líka bara að hlaða batteríin og að hanga með stelpunum. Í dag fengum við að hitta fjölskylduna."

„Það er mjög fínt að hitta fjölskylduna inn á milli, það gerir gott fyrir sálina. Það gefur manni orku og það er gott fyrir næsta leik," segir Gunnhildur.

Þú færð ekki betri leiðtoga
Gunnhildur hefur byrjað báða leiki Íslands á mótinu til þessa, en liðið er með tvö stig eftir tvo leiki.

Það vakti athygli í fyrsta leiknum að Glódís Perla Viggósdóttir fékk fyrirliðabandið þegar Sara Björk Gunnarsdóttir fór af velli. Gunnhildur hafði verið fyrirliði þegar Sara var fjarverandi en hún fékk ekki bandið þarna. Hún er núna þriðji fyrirliði liðsins. Gunnhildur var spurð út í þetta.

„Hefurðu séð Glódísi? Þetta er mesti leiðtogi sem ég veit um, og Sara Björk. Þú færð ekki betri leiðtoga. Það er algjör heiður að þær séu með þetta band. Það var heiður fyrir mig að vera með þetta band, en ég gæti ekki valið betri fyrirliða," segir Gunnhildur.

Í viðtalinu hér fyrir ofan ræðir Gunnhildur um mótið til þessa, leikinn á móti Ítalíu og leikinn sem er framundan á móti Ítalíu.

Sjá einnig:
Stóra fyrirliðamálið rætt - „Mér persónulega finnst þetta skrítið"
Athugasemdir
banner
banner
banner