Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 16. júlí 2022 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Gunnhildur um fyrirliðaskiptin: Hefurðu séð Glódísi?
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi kastali er geggjaður. Ég og Hallbera fengum smá sýningartúr, og vá. Elsti hlutinn í þessum kastala er held ég 800 ára gamall. Það er gaman að vera á svona stað," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Englandi.

Hótelið er fyrir utan Crewe og er ekki mikið um að vera fyrir utan það. Leikmenn hafa fundið sér ýmislegt að gera innan veggja þess.

„Ég er búin að vera að æfa mig í pílukasti. Telma kenndi mér hvernig ætti að kasta pílu. Ég er búin að panta mér píluspjald heim til mín."

„Maður er líka bara að hlaða batteríin og að hanga með stelpunum. Í dag fengum við að hitta fjölskylduna."

„Það er mjög fínt að hitta fjölskylduna inn á milli, það gerir gott fyrir sálina. Það gefur manni orku og það er gott fyrir næsta leik," segir Gunnhildur.

Þú færð ekki betri leiðtoga
Gunnhildur hefur byrjað báða leiki Íslands á mótinu til þessa, en liðið er með tvö stig eftir tvo leiki.

Það vakti athygli í fyrsta leiknum að Glódís Perla Viggósdóttir fékk fyrirliðabandið þegar Sara Björk Gunnarsdóttir fór af velli. Gunnhildur hafði verið fyrirliði þegar Sara var fjarverandi en hún fékk ekki bandið þarna. Hún er núna þriðji fyrirliði liðsins. Gunnhildur var spurð út í þetta.

„Hefurðu séð Glódísi? Þetta er mesti leiðtogi sem ég veit um, og Sara Björk. Þú færð ekki betri leiðtoga. Það er algjör heiður að þær séu með þetta band. Það var heiður fyrir mig að vera með þetta band, en ég gæti ekki valið betri fyrirliða," segir Gunnhildur.

Í viðtalinu hér fyrir ofan ræðir Gunnhildur um mótið til þessa, leikinn á móti Ítalíu og leikinn sem er framundan á móti Ítalíu.

Sjá einnig:
Stóra fyrirliðamálið rætt - „Mér persónulega finnst þetta skrítið"
Athugasemdir
banner
banner