Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 16. júlí 2022 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Gunnhildur um fyrirliðaskiptin: Hefurðu séð Glódísi?
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi kastali er geggjaður. Ég og Hallbera fengum smá sýningartúr, og vá. Elsti hlutinn í þessum kastala er held ég 800 ára gamall. Það er gaman að vera á svona stað," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Englandi.

Hótelið er fyrir utan Crewe og er ekki mikið um að vera fyrir utan það. Leikmenn hafa fundið sér ýmislegt að gera innan veggja þess.

„Ég er búin að vera að æfa mig í pílukasti. Telma kenndi mér hvernig ætti að kasta pílu. Ég er búin að panta mér píluspjald heim til mín."

„Maður er líka bara að hlaða batteríin og að hanga með stelpunum. Í dag fengum við að hitta fjölskylduna."

„Það er mjög fínt að hitta fjölskylduna inn á milli, það gerir gott fyrir sálina. Það gefur manni orku og það er gott fyrir næsta leik," segir Gunnhildur.

Þú færð ekki betri leiðtoga
Gunnhildur hefur byrjað báða leiki Íslands á mótinu til þessa, en liðið er með tvö stig eftir tvo leiki.

Það vakti athygli í fyrsta leiknum að Glódís Perla Viggósdóttir fékk fyrirliðabandið þegar Sara Björk Gunnarsdóttir fór af velli. Gunnhildur hafði verið fyrirliði þegar Sara var fjarverandi en hún fékk ekki bandið þarna. Hún er núna þriðji fyrirliði liðsins. Gunnhildur var spurð út í þetta.

„Hefurðu séð Glódísi? Þetta er mesti leiðtogi sem ég veit um, og Sara Björk. Þú færð ekki betri leiðtoga. Það er algjör heiður að þær séu með þetta band. Það var heiður fyrir mig að vera með þetta band, en ég gæti ekki valið betri fyrirliða," segir Gunnhildur.

Í viðtalinu hér fyrir ofan ræðir Gunnhildur um mótið til þessa, leikinn á móti Ítalíu og leikinn sem er framundan á móti Ítalíu.

Sjá einnig:
Stóra fyrirliðamálið rætt - „Mér persónulega finnst þetta skrítið"
Athugasemdir
banner
banner