Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 16. júlí 2022 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Gunnhildur um fyrirliðaskiptin: Hefurðu séð Glódísi?
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi kastali er geggjaður. Ég og Hallbera fengum smá sýningartúr, og vá. Elsti hlutinn í þessum kastala er held ég 800 ára gamall. Það er gaman að vera á svona stað," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Englandi.

Hótelið er fyrir utan Crewe og er ekki mikið um að vera fyrir utan það. Leikmenn hafa fundið sér ýmislegt að gera innan veggja þess.

„Ég er búin að vera að æfa mig í pílukasti. Telma kenndi mér hvernig ætti að kasta pílu. Ég er búin að panta mér píluspjald heim til mín."

„Maður er líka bara að hlaða batteríin og að hanga með stelpunum. Í dag fengum við að hitta fjölskylduna."

„Það er mjög fínt að hitta fjölskylduna inn á milli, það gerir gott fyrir sálina. Það gefur manni orku og það er gott fyrir næsta leik," segir Gunnhildur.

Þú færð ekki betri leiðtoga
Gunnhildur hefur byrjað báða leiki Íslands á mótinu til þessa, en liðið er með tvö stig eftir tvo leiki.

Það vakti athygli í fyrsta leiknum að Glódís Perla Viggósdóttir fékk fyrirliðabandið þegar Sara Björk Gunnarsdóttir fór af velli. Gunnhildur hafði verið fyrirliði þegar Sara var fjarverandi en hún fékk ekki bandið þarna. Hún er núna þriðji fyrirliði liðsins. Gunnhildur var spurð út í þetta.

„Hefurðu séð Glódísi? Þetta er mesti leiðtogi sem ég veit um, og Sara Björk. Þú færð ekki betri leiðtoga. Það er algjör heiður að þær séu með þetta band. Það var heiður fyrir mig að vera með þetta band, en ég gæti ekki valið betri fyrirliða," segir Gunnhildur.

Í viðtalinu hér fyrir ofan ræðir Gunnhildur um mótið til þessa, leikinn á móti Ítalíu og leikinn sem er framundan á móti Ítalíu.

Sjá einnig:
Stóra fyrirliðamálið rætt - „Mér persónulega finnst þetta skrítið"
Athugasemdir
banner
banner