Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 16. júlí 2022 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Gunnhildur um fyrirliðaskiptin: Hefurðu séð Glódísi?
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi kastali er geggjaður. Ég og Hallbera fengum smá sýningartúr, og vá. Elsti hlutinn í þessum kastala er held ég 800 ára gamall. Það er gaman að vera á svona stað," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Englandi.

Hótelið er fyrir utan Crewe og er ekki mikið um að vera fyrir utan það. Leikmenn hafa fundið sér ýmislegt að gera innan veggja þess.

„Ég er búin að vera að æfa mig í pílukasti. Telma kenndi mér hvernig ætti að kasta pílu. Ég er búin að panta mér píluspjald heim til mín."

„Maður er líka bara að hlaða batteríin og að hanga með stelpunum. Í dag fengum við að hitta fjölskylduna."

„Það er mjög fínt að hitta fjölskylduna inn á milli, það gerir gott fyrir sálina. Það gefur manni orku og það er gott fyrir næsta leik," segir Gunnhildur.

Þú færð ekki betri leiðtoga
Gunnhildur hefur byrjað báða leiki Íslands á mótinu til þessa, en liðið er með tvö stig eftir tvo leiki.

Það vakti athygli í fyrsta leiknum að Glódís Perla Viggósdóttir fékk fyrirliðabandið þegar Sara Björk Gunnarsdóttir fór af velli. Gunnhildur hafði verið fyrirliði þegar Sara var fjarverandi en hún fékk ekki bandið þarna. Hún er núna þriðji fyrirliði liðsins. Gunnhildur var spurð út í þetta.

„Hefurðu séð Glódísi? Þetta er mesti leiðtogi sem ég veit um, og Sara Björk. Þú færð ekki betri leiðtoga. Það er algjör heiður að þær séu með þetta band. Það var heiður fyrir mig að vera með þetta band, en ég gæti ekki valið betri fyrirliða," segir Gunnhildur.

Í viðtalinu hér fyrir ofan ræðir Gunnhildur um mótið til þessa, leikinn á móti Ítalíu og leikinn sem er framundan á móti Ítalíu.

Sjá einnig:
Stóra fyrirliðamálið rætt - „Mér persónulega finnst þetta skrítið"
Athugasemdir
banner
banner
banner