Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. júlí 2022 12:58
Brynjar Ingi Erluson
Stóra fyrirliðamálið rætt - „Mér persónulega finnst þetta skrítið"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir tók við bandinu
Glódís Perla Viggósdóttir tók við bandinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa var fyrirliði í fjarveru Söru
Gunnhildur Yrsa var fyrirliði í fjarveru Söru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli er Glódís Perla Viggósdóttir tók við fyrirliðabandinu af Söru Björk Gunnarsdóttur í 1-1 jafnteflinu við Belgíu í fyrsta leik Evrópumótsins á sunnudag.

Flestir gerðu ráð fyrir því að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir væri varafyrirliði liðsins.

Hún var með bandið í fjarveru Söru á síðasta ári er Sara var barnhafandi en Sara tók aftur við bandinu er hún snéri aftur í landsliðið.

Sara fór af velli undir lok leiks gegn Belgíu og rétti Glódísi Perlu bandið.

„Hún er bara varafyrirliði. Ég tók þessa ákvörðun," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins við fjölmiðla í gær, en upphaflega var greint frá því að leikmenn hafi kosið um varafyrirliða, sem reyndist svo ekki rétt.

„Þetta er ákveðið högg"
Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Sæbjörn Steinke, ræddu stóra fyrirliðamálið í EM-innkastinu, en þeim þótti ákvörðunin skrítin.

„Mér persónulega finnst þetta skrítið því Gunnhildur var fyrirliði í aðdraganda mótsins og Glódís búin að vera að spila þá leiki. Þetta er ákveðið högg fyrir Gunnhildi að bandið sé tæknilega tekið af henni þegar Sara mætir aftur og þá reiknar maður með því að hún verði varafyrirliði og svo er það tekið líka," sagði Guðmundur.

Sæbjörn vildi þó meina það að Gunnhildi væri eflaust slétt sama um hver sé með bandið.

„Án þess að vera leiðinlegi gaurinn þá held ég að henni sé slétt sama."

„Það getur verið að Þorsteinn hugsi að hún sé leiðtogi hvort sem hún sé með bandið eða ekki. Það er alveg risastórt að vera fyrirliði Íslands, við ætlum ekkert að tala niður það hlutverk," bætti síðan Elvar Geir við.
EM Innkastið - Leikur sem átti að vinnast
Athugasemdir
banner