Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
banner
   mið 16. ágúst 2023 23:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Ákveðinn leikmaður Víkings sem má hrinda í bakið á öllum
Við gátum lagað og breytt í hálfleik, komumst inn í leikinn og erum með yfirhöndina
Við gátum lagað og breytt í hálfleik, komumst inn í leikinn og erum með yfirhöndina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar tók ræðu um Oliver Ekroth
Rúnar tók ræðu um Oliver Ekroth
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný átti góðan leik og hefði mögulega getað fengið víti í fyrri hálfleik
Benoný átti góðan leik og hefði mögulega getað fengið víti í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er leiðinlegt að vera dottinn úr bikar. Eins og leikurinn þróaðist þá er sénsinn okkar í stöðunni 2-1, komum sterkir inn í seinni hálfleikinn, minnkum muninn og erum að stela fullt af sendingum út úr vörninni hjá þeim og búa til möguleika fyrir okkur sjálfa sem við nýtum ekki nægilega vel. Svo gerumst við full ákafir að fara fram með marga menn, við skiljum eftir svæði sem þeir nýttu sér þegar Ari og Djuric komu inn á. Það er örlítið agaleysi af okkur hálfu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net eftir tap gegn Víkingi í undanúrslitum bikarsins.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 KR

„Ég á eftir að sjá fyrstu tvö mörkin aftur. Við sleppum fyrirgjöf inn á fjær, Aron (Elís Þrándarson) er náttúrulega 1,90 (sm hár) þannig það er ekkert auðvelt að dekka hann. Hann var inni í markteig þegar hann skoraði. Það verður að loka á fyrirgjöf og hleypa henni ekki inn. En Víkingar eru flinkir og góðir að búa sér til góðar stöður. Annað markið var bara fyrirgjöf líka. Að öðru leyti sköpuðu þeir ekki neitt hættulegt í fyrri hálfleik og við sköpuðum ekkert."

„Við gátum lagað og breytt í hálfleik, komumst inn í leikinn og erum með yfirhöndina næstu 10-15 mínútur eftir markið en svo gerumst við full bráðir í stað þess að spila okkar leik áfram. Allar dyr opnast og þeir nýttu sér þar."


Rúnar segist ekki hafa getið séð þegar Sigurður Bjartur Hallsson fór niður í vítateig Víkings í stöðunni 2-1. „Víkingar eru 'physical', hafa verið það í allt sumar. Það sama var í fyrri hálfleik þegar Benoný var keyrður niður. Ég sá ekki atvikið með Sigga og get ekki dæmt um það."

„En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald. Þeir (dómararnir) slepptu broti á þennan ákveðna leikmann. Svo tekur hann leikmann okkar niður þegar boltinn er löngu farinn frá, menn segjast ekki sjá það og gera ekki neitt. En þetta er bara fótboltinn, menn komast upp með ýmislegt og það þýðir ekkert að grenja yfir því. Dómarinn hafði fín tök á leiknum að öðru leyti og allir fjórir voru flottir. Ég ætla ekki að kvarta yfir einu né neinu, en það er alltaf sárt að sjá eftir á ef við hefðum átt að fá eitthvað."
Það er nokkuð ljóst að Rúnar er að tala um Oliver Ekroth miðvörð Víkings.

Hann vildi fá víti í fyrri hálfleiknum.

„Þegar það er svona af boltanum þá er boltinn einhvers staðar annars staðar og dómarinn hugsanlega að horfa á hann, aðstoðardómarinn er að fylgjast með rangstöðulínunni, stundum er fjórði dómari að horfa á leikinn, stundum er að hann sýsla með mig eða Arnar eða skiptingar í gangi. Þetta er oft erfitt að dæma og sjá. Ég er ekki búinn að sjá þetta, ég veit bara hvað strákarnir eru að tala um inn í klefa og þeir eru súrir yfir þessu. Úti á velli er alltaf brot, en þegar það á að dæma víti fyrir svona þá þora menn oft ekki að flauta. Ég ætla ekki að skella skuldinni á einhverja aðra en okkur sjálfa," sagði Rúnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner