Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. september 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ástríðan spáir - Hvort fer KV eða Völsungur upp í Lengjudeildina?
Völsungur í bikarleik gegn Val í sumar.
Völsungur í bikarleik gegn Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV er í öðru sætinu.
KV er í öðru sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lokaumferð 2. deildar karla verður leikin á laugardag og þá ræðst hvort KV eða Völsungur muni fylgja Þrótti Vogum upp í Lengjudeildina.

KV, sem er í öðru sætinu með 38 stig (+9 í markatölu), á einmitt heimaleik gegn Þrótti en Völsungur, sem er með 37 stig (+8 í markatölu), heimsækir Njarðvík.

Lokaumferðin verður öll klukkan 14:00 á laugardag.

Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fjallar vel um 2. deildina og sérfræðingar þáttarins spá í leikina sem framundan eru.

Sverrir Mar Smárason: Völsungur upp

KV 0 - 2 Þróttur Vogum
Þetta er mjög 'tricky' leikur að spá í. Þróttur með besta útivallaárangur og KV þann besta á heimavelli. Þróttur eru besta liðið í deildinni og munu mæta til þess að vinna, það fer ekkert á milli mála. Lokahóf um kvöldið og alvöru partý. Ég held að leikstíll KV henti Þrótti vel. KV heldur bolta og sækir á mörgum mönnum og þá líður Vogamönnum best, að geta varist og sótt hratt. KV hafa komið á óvart í sumar en ég held að þeir komi ekki á óvart í þessum leik. Spái Vogum 2-0 sigri.

Njarðvík 1 - 3 Völsungur
Njarðvíkingar klúðruðu sínum möguleikum um síðustu helgi og fara því í þennan leik með ekkert undir. Á sama tíma er allt undir hjá Völsungi og “momentum” með þeim. Sæþór Olgeirsson missti út nokkra leiki og liðið hikstaði en hann er kominn inn aftur og það verða hans gæði fyrir framan markið sem ganga frá svekktum og lánlausum Njarðvíkingum. Ég held að þeim muni ganga illa að gíra sig í þennan síðasta leik eftir vonbrigðin sem á undan hafa verið. Völsungur tryggir sér sæti í Lengjudeildinni með 3-1 sigri og Sæþór skorar öll mörkin og þar með 23 mörk á tímabilinu eins og ég spáði strax í maí.

Óskar Smári Haraldsson: Völsungur upp

KV 2 - 2 Þróttur Vogum
Markaleikur sem mun innihalda allt. Mörk, rauð spjöld, riflildi og læti. KV komast í 2-0 í leiknum, Ingó setur eitt með alvöru sleggju og Kristján Páll skorar stuttu seinna, KV leiða í hálfleik 2-0. Þróttarar munu koma dýrvitlausir út í seinni og með mörkum frá mr Bond og Unnari Ara að þá verður orðið jafnt um miðbik seinni. Síðustu 20 munu verða skemmtilegar og bæði lið geta stolið sigrinum, en markmenn liðanna verða í aðalhlutverki. Í lokin mun sjóða upp úr og Ragnar Þór Gunnarsson mun fá rautt spjald.

Njarðvík 0 - 1 Völsungur
Völsungur, lið sem fékk mikla gagnrýni hjá Ástríðunni í fyrra hefur leikið á als oddi og munu tryggja sér upp um deild með Þrótti V eftir úrslit helgarinnar. Leikurinn verður mjög lokaður, lítið um færi. 0-0 verður staðan lengi vel, en Völsungar munu selja sig dýrt og Jóhann Kristinn mun henda Alla kong upp á topp síðustu 5 til að freista gæfunnar að fá sigurmark. Það mun heppnast, Sæþór Olgeirsson mun skora á 89 minútu eftir undirbuning Aðalsteins Jóhanns - Alla kong. 0-1 og Völsungur munu spila í Lengjudeildinni 2022.

Gylfi Tryggvason: Völsungur upp

KV 0 - 2 Þróttur Vogum
KV mætir í upphitun í #FyrirAudda bolum sem veldur því að dómari leiksins fær ælupest og getur ekki dæmt leikinn. Þróttur mun nýta sér það og skora kolólöglegt mark eftir miklar hrindingar í teignum. KV heldur boltanum vel, þjarma að þeim en ekkert gengur. Eineygður Sigurður Bond kemur inn á í lokin og skorar annað mark Þróttara. Þróttur V. staðfestir að þeir eru besta lið deildarinnar og halda flottasta lokahóf í sögu félagsins.

Njarðvík 1 - 1 Völsungur
Völsungar verða uppteknir í símanum að fylgjast með stöðu mála í Vesturbænum. Njarðvíkingar ná forystu í leiknum eftir fast leikatriði, leggjast svo til baka og reyna að halda fengnum hlut. Völsungar eiga vítin sín enn inni og hér stígur Bjarki Baldvins upp. Eftir að hafa nöldrað viðstöðulaust í dómaranum í stórkostlegar 87 mínútur fær hann víti í lok leiks. Njarðvíkingar brjálast, enginn reiðari en Bjarni Jó í stúkunni en dómarinn viss í sinni sök. Sæþór á punktinn og ég ætla að gerast djarfur og spá að hann skori. Völlarar fara upp.
Ástríðan - Húsavík nötraði og Höttur/Huginn tryggði sig upp
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner