Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
   lau 16. september 2023 17:43
Unnar Jóhannsson
Sif Atladóttir leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Ég er kynslóð pabba - fallegt að sjá þróunina á kvennaboltanum
Kvenaboltinn
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik og hefur sett skóna á hilluna. Þessi frábæra fótboltakona á magnaðan feril. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Bara týpískt, það er ekki hægt að spila fótbolta í svona veðri. Þær þurftu á þessu að halda til að halda sér uppi í deildinni og ég óska þeim til hamingju. Svona er tímabilið búið að vera." Sagði Sif þegar hún var spurð út í leik dagsins.

Bara vel, það er búin að vera fín stemmning á æfingum, það er orka í liðinu og við höfum ekkert gefist upp." sagði hún þegar spurt var um hvernig hafi gengið síðustu vikur eftir að ljóst var að liðið myndi falla.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Selfoss

Já ég get staðfest það, of gamall líkami og mörg ár á háu leveli og tvö börn. Ég er nálægt því að vera risaeðla í dag 38 ára. Minn tími er kominn inn á vellinum. Þá þarf maður að finna sér eitthvað annað að gera.

Ég er ekkert að fara, ég er að vinna fyrir leikmenn fyrir utan völlinn. Ég er búin að tuða um þetta lengi að leikmenn sem að hafa spilað á háu leveli eiga ekki að láta sig hverfa, við höfum reynslu úr þessum heimi sem er mikilvæg fyrir þróunina áfram. Fótboltinn á Íslandi á eftir að taka ákveðin skref fram á við og ég veit að ég með mína reynslu á eftir að finna mér einhvern stað." 

Öll vináttuböndin og fólkið sem maður hefur kynnst. Fótbolti hefur gefið mér lífið og ég er þakklát fyrir það og ekki grunaði mig að ég myndi vera svona lengi í þessu. Ég er kynslóð pabba míns, það er fallegt að sjá þróunina í kvennaboltanum sérstaklega og ég vil að við gerum ennþá betur á Íslandi, ég á eftir að finna mér minn stað í því." 

Nánar er rætt við Sif í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner