Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 16. september 2023 17:43
Unnar Jóhannsson
Sif Atladóttir leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Ég er kynslóð pabba - fallegt að sjá þróunina á kvennaboltanum
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik og hefur sett skóna á hilluna. Þessi frábæra fótboltakona á magnaðan feril. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Bara týpískt, það er ekki hægt að spila fótbolta í svona veðri. Þær þurftu á þessu að halda til að halda sér uppi í deildinni og ég óska þeim til hamingju. Svona er tímabilið búið að vera." Sagði Sif þegar hún var spurð út í leik dagsins.

Bara vel, það er búin að vera fín stemmning á æfingum, það er orka í liðinu og við höfum ekkert gefist upp." sagði hún þegar spurt var um hvernig hafi gengið síðustu vikur eftir að ljóst var að liðið myndi falla.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Selfoss

Já ég get staðfest það, of gamall líkami og mörg ár á háu leveli og tvö börn. Ég er nálægt því að vera risaeðla í dag 38 ára. Minn tími er kominn inn á vellinum. Þá þarf maður að finna sér eitthvað annað að gera.

Ég er ekkert að fara, ég er að vinna fyrir leikmenn fyrir utan völlinn. Ég er búin að tuða um þetta lengi að leikmenn sem að hafa spilað á háu leveli eiga ekki að láta sig hverfa, við höfum reynslu úr þessum heimi sem er mikilvæg fyrir þróunina áfram. Fótboltinn á Íslandi á eftir að taka ákveðin skref fram á við og ég veit að ég með mína reynslu á eftir að finna mér einhvern stað." 

Öll vináttuböndin og fólkið sem maður hefur kynnst. Fótbolti hefur gefið mér lífið og ég er þakklát fyrir það og ekki grunaði mig að ég myndi vera svona lengi í þessu. Ég er kynslóð pabba míns, það er fallegt að sjá þróunina í kvennaboltanum sérstaklega og ég vil að við gerum ennþá betur á Íslandi, ég á eftir að finna mér minn stað í því." 

Nánar er rætt við Sif í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner