Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
banner
   lau 16. september 2023 17:43
Unnar Jóhannsson
Sif Atladóttir leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Ég er kynslóð pabba - fallegt að sjá þróunina á kvennaboltanum
Kvenaboltinn
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik og hefur sett skóna á hilluna. Þessi frábæra fótboltakona á magnaðan feril. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Bara týpískt, það er ekki hægt að spila fótbolta í svona veðri. Þær þurftu á þessu að halda til að halda sér uppi í deildinni og ég óska þeim til hamingju. Svona er tímabilið búið að vera." Sagði Sif þegar hún var spurð út í leik dagsins.

Bara vel, það er búin að vera fín stemmning á æfingum, það er orka í liðinu og við höfum ekkert gefist upp." sagði hún þegar spurt var um hvernig hafi gengið síðustu vikur eftir að ljóst var að liðið myndi falla.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Selfoss

Já ég get staðfest það, of gamall líkami og mörg ár á háu leveli og tvö börn. Ég er nálægt því að vera risaeðla í dag 38 ára. Minn tími er kominn inn á vellinum. Þá þarf maður að finna sér eitthvað annað að gera.

Ég er ekkert að fara, ég er að vinna fyrir leikmenn fyrir utan völlinn. Ég er búin að tuða um þetta lengi að leikmenn sem að hafa spilað á háu leveli eiga ekki að láta sig hverfa, við höfum reynslu úr þessum heimi sem er mikilvæg fyrir þróunina áfram. Fótboltinn á Íslandi á eftir að taka ákveðin skref fram á við og ég veit að ég með mína reynslu á eftir að finna mér einhvern stað." 

Öll vináttuböndin og fólkið sem maður hefur kynnst. Fótbolti hefur gefið mér lífið og ég er þakklát fyrir það og ekki grunaði mig að ég myndi vera svona lengi í þessu. Ég er kynslóð pabba míns, það er fallegt að sjá þróunina í kvennaboltanum sérstaklega og ég vil að við gerum ennþá betur á Íslandi, ég á eftir að finna mér minn stað í því." 

Nánar er rætt við Sif í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner