Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   lau 16. september 2023 17:43
Unnar Jóhannsson
Sif Atladóttir leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Ég er kynslóð pabba - fallegt að sjá þróunina á kvennaboltanum
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sif Atladóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik og hefur sett skóna á hilluna. Þessi frábæra fótboltakona á magnaðan feril. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Bara týpískt, það er ekki hægt að spila fótbolta í svona veðri. Þær þurftu á þessu að halda til að halda sér uppi í deildinni og ég óska þeim til hamingju. Svona er tímabilið búið að vera." Sagði Sif þegar hún var spurð út í leik dagsins.

Bara vel, það er búin að vera fín stemmning á æfingum, það er orka í liðinu og við höfum ekkert gefist upp." sagði hún þegar spurt var um hvernig hafi gengið síðustu vikur eftir að ljóst var að liðið myndi falla.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Selfoss

Já ég get staðfest það, of gamall líkami og mörg ár á háu leveli og tvö börn. Ég er nálægt því að vera risaeðla í dag 38 ára. Minn tími er kominn inn á vellinum. Þá þarf maður að finna sér eitthvað annað að gera.

Ég er ekkert að fara, ég er að vinna fyrir leikmenn fyrir utan völlinn. Ég er búin að tuða um þetta lengi að leikmenn sem að hafa spilað á háu leveli eiga ekki að láta sig hverfa, við höfum reynslu úr þessum heimi sem er mikilvæg fyrir þróunina áfram. Fótboltinn á Íslandi á eftir að taka ákveðin skref fram á við og ég veit að ég með mína reynslu á eftir að finna mér einhvern stað." 

Öll vináttuböndin og fólkið sem maður hefur kynnst. Fótbolti hefur gefið mér lífið og ég er þakklát fyrir það og ekki grunaði mig að ég myndi vera svona lengi í þessu. Ég er kynslóð pabba míns, það er fallegt að sjá þróunina í kvennaboltanum sérstaklega og ég vil að við gerum ennþá betur á Íslandi, ég á eftir að finna mér minn stað í því." 

Nánar er rætt við Sif í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner