Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 16. september 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Nýliðarnir glutruðu niður tveggja marka forystu
Florian Thauvin fagnar sigurmarki Udinese
Florian Thauvin fagnar sigurmarki Udinese
Mynd: EPA
Parma 2 - 3 Udinese
1-0 Enrico Del Prato ('2 )
2-0 Ange Bonny ('43 )
2-1 Lorenzo Lucca ('49 )
2-2 Florian Thauvin ('68 )
2-3 Florian Thauvin ('77 )
Rautt spjald: Mandela Keita, Parma ('73)

Nýliðar Parma töpuðu fyrir Udinese, 3-2, í 4. umferð Seríu A á Ítalíu í kvöld. Heimamenn í Parma fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn.

Parma-menn höfðu litið ágætlega út í byrjun leiktíðar. Liðið hafði náð í fjögur stig úr fyrstu þremur leikjunum og var þá á góðri leið með að ná í annan sigur sinn í dag áður en allt fór til fjandans.

Þegar rúm mínúta var liðin af leiknum kom Enrico Del Prato heimamönnum í forystu. Parma fékk hornspyrnu sem var tekin stutt á Valentin Mihaila sem kom boltanum á Del Prato, sem stóð á nærsvæðinu og setti boltann framhjá Maduka Okoye í markinu.

Á 43. mínútu tvöfaldaði Ange Bonny forystuna með einföldu marki. Dennis Man keyrði með boltann í átt að teignum, sendi hann á Bonny sem náði að pota boltanum fram fyrir sig og síðan spyrna honum í stöng og inn.

Góð forysta sem Parma fór með inn í hálfleikinn en Udinese refsaði í þeim síðari. Lorenzo Lucca minnkaði muninn með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri á 49. mínútu áður en franski sóknarmaðurinn Florian Thauvin tók yfir leikinn.

Thauvin jafnaði metin á 68. mínútu. Keinan Davis átti skalla framhjá markverðinum og var það Thauvin sem stal í raun markinu, því boltinn var á leið inn og enginn varnarmaður í augsýn.

Fimm mínútum síðar var Mandela Keita, leikmaður Parma, rekinn af velli með sitt annað gula spjald og stuttu eftir það kom sigurmark Udinese.

Önnur fyrirgjöf á fjær á Davis sem skallaði boltann fyrir markið. Eftir smá darraðardans datt boltinn fyrir Thauvin sem skoraði með föstu skoti.

Frábær endurkoma Udinese sem kom sér á toppinn með þessum dramatíska sigri. Liðið er með 10 stig á meðan Parma er með aðeins 4 stig í 12. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner