Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerir U21 gegn Ítalíu?
U19 landsliðið líka í eldlínunni í dag
Moise Kean leikur með ítalska U21 landsliðinu.
Moise Kean leikur með ítalska U21 landsliðinu.
Mynd: Getty Images
U21 ára landslið karla mætir Ítalíu í dag, laugardag, í undankeppni EM 2021, en leikið er í Ferrara á Ítalíu.

Ísland hefur leikið fjóra leiki í riðlinum, unnið þrjá og tapað einum. Ítalía hefur leikið þrjá leiki, unnið tvo og gert eitt jafntefli.

Í ítalska hópnum má finna öfluga leikmenn eins og framherjana Moise Kean og Patrick Cutrone, sem leika með Everton og Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn fer fram á Paolo Mazza í Ferrara, en það er heimavöllur SPAL. Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með gangi leiksins á miðlum KSÍ og heimasíðu UEFA.

U19 landslið karla verður einnig í eldlínunni í dag. U19 ára landsliðið mætir Grikklandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2020, en leikið er í Belgíu.

Ísland tapaði fyrsta leiknum gegn Belgíu 0-3 á meðan Grikkir unnu góðan 5-1 sigur gegn Albaníu.

Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á vef UEFA, en hann hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner