Heimild: Aftonbladet
Arnór Sigurðsson er á leið til Svíþjóðar en sænski miðillinn Aftonbladet greinir frá því að hann hafi náð samkomulagi við Malmö.
Blackburn tilkynnti í dag að félagið og Arnór hafi komist að samkomulagi um að rifta samningnum.
Aftonbladet greinir frá því að Malmö og Arnór hafi verið í viðræðum um tíma og félagaskiptin verði gerð opinber í lok vikunnar.
Arnór er 25 ára og skoraði átta mörk í 41 leik með Blackburn. Hann kom til félagsins sumarið 2023, fyrst á láni frá CSKA Moskvu en skipti svo alfarið yfir.
Hann hefur verið orðaður við lið í Svíðþjóð, Noregi og Bandaríkjunum en það er útlit fyrir að hann sé afturá leið til Svíþjóðar. Arnór lék á sínum tíma með sænska liðinu Norrköping.
Malmö er ríkjandi meistari í Svíþjóð en liðið vann deildina með ellefu stigum á síðustu leiktíð. Daniel Tristan Guðjohnsen er leikmaður liðsins. Nýtt tímabil hefst aftur í lok mars.
Athugasemdir