Arnór Sigurðsson hefur fengið samningi sínum við Blackburn Rovers rift. Þetta tilkynnti Blackburn rétt í þessu og er tekið fram að félagið og Arnór hefðu komist að sameiginlegri niðurstöðu.
Arnór var samningsbundinn félaginu fram í júní en hafði gefið það út að hann myndi ekki framlengja samning sinn.
Eftir að janúarglugginn lokaði var leikmannahópur Blackburn fyrir seinni hluta tímabilsins opinberaður og þar var nafn Arnórs hvergi. Arnór var mjög ósáttur við enska félagið og lét þá óánægju sína í ljós í viðtali við Vísi.
Arnór var samningsbundinn félaginu fram í júní en hafði gefið það út að hann myndi ekki framlengja samning sinn.
Eftir að janúarglugginn lokaði var leikmannahópur Blackburn fyrir seinni hluta tímabilsins opinberaður og þar var nafn Arnórs hvergi. Arnór var mjög ósáttur við enska félagið og lét þá óánægju sína í ljós í viðtali við Vísi.
Skagamaðurinn er nú laus allra mála og verður fróðlegt að sjá hvert hans næsta skref á ferlinum verður.
Arnór hefur verið orðaður við endurkomu til Svíþjóðar en norski og bandaríski glugginn eru einnig opnir. Hann hefur verið mikið frá á þessu tímabili en er að snúa til baka eftir meiðsli.
Hann er 25 ára og skoraði átta mörk í 41 leik með Blackburn. Hann kom til félagsins sumarið 2023, fyrst á láni frá CSKA Moskvu en skipti svo alfarið yfir.
Athugasemdir