Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mán 17. maí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik Villarreal flýtt þrátt fyrir Eurovision - Lengri undirbúningur en Man Utd
Ekki kannski alveg svona mikil fagnaðarlæti í morgun en jákvæð tíðindi þó.
Ekki kannski alveg svona mikil fagnaðarlæti í morgun en jákvæð tíðindi þó.
Mynd: EPA
Unai Emery er stjóri Villarreal
Unai Emery er stjóri Villarreal
Mynd: EPA
Villarreal vann stóran sigur í dag í undirbúningi sínum fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku.

Lokaumferð spænsku La Liga átti öll að fara fram næsta sunnudag sem hefði þýtt að Villarreal hefði fengið tæplega þriggja daga undirbúning fyrir úrslitaleikinn gegn Manchester United.

Villarreal kvartaði og óskaði að spænska sambandið myndi berjast fyrir því að fá leiknum fært. Á laugardag fer fram lokakeppni Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og vildu spænsku stöðvarnar ekki hafa lokaumferð spænsku deildarinnar á sama tíma.

Flestir leikirnir þurfa að vera spilaðir á sama tíma, alls staðar þar sem barátta er í deildinni, og fékkst það í gegn í dag að leikirnir færu fram á laugardag.

Umferðin hefst þremur klukkutímum áður en Eurovision hefst og því sleppur þetta allt saman. Einn leikur fer fram á föstudag, sjö á laugardag og deildinni lýkur með tveimur leikjum á sunnudag.

Villarreal fær lengri undirbúning en Manchester United fyrir úrslitaleikinn því United mætir Wolves á útivelli á sunnudag. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram miðvikudaginn 26. maí í Gdansk í Póllandi.

Real Madrid þarf að vinna Villarreal og treysta á að Atletico Madrid misstígi sig gegn Valladolid til að vinna deildina.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner