Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   fös 17. maí 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Arnar um fjarveru Gylfa: Hann er ekkert búinn að vera æfa
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í liði Vals sem er að spila við Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, en hann er að glíma við meiðsli í baki.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Rétt fyrir tímabil samdi Gylfi við Val en hann hefur síðasta árið glímt við erfið meiðsli.

Þrátt fyrir meiðsli hefur hann spilað alla sex leiki Vals í Bestu deildinni og skorað þrjú mörk.

Hann er ekki í hópnum hjá Val í kvöld vegna bakmeiðsla, en Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, talaði þar um að Gylfi hefur lítið sem ekkert getað æft með liðinu.

„Hann er búinn að vera, eins og hefur komið fram áður, að glíma við bakmeiðsli. Það kom upp á leikdegi á móti Fram, hann kláraði þann leik, leikinn á móti Breiðablik og leikinn á móti KA, en er í raun lítið sem ekkert búinn að æfa. Hann þurfti hvíld og síðan skoðum við framhaldið.

„Hann er ekkert búinn að vera æfa. Hann er bara búinn að vera í gymminu. Hann þarf bara að ná sér og það er ekkert gott að vera ströggla alltaf við einhver meiðsli og hoppa síðan út á völl að spila. Það er helvíti erfitt,“
sagði Arnar á RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner