Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. júlí 2022 19:41
Baldvin Már Borgarsson
Addi Grétars: Hef verið að bíða eftir svona frammistöðu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Arnar Grétarsson, þjálfari KA var himinlifandi með sigur sinna manna gegn Leikni í Breiðholtinu fyrr í dag.

KA-menn léku á alls oddi og sigruðu sannfærandi 5-0 á Domusnova-vellinum.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  5 KA

„Ég er mjög sáttur, ég hef verið að bíða eftir svona frammistöðu þar sem við erum að finna hlaupin á bakvið, spila frábæran sóknarleik og auðvitað líka mjög góðan varnarleik. Það var svolítið pirrandi að fara bara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn því við hefum getað verið búnir að skora fjögur eða fimm og þetta þriðja mark er oft talað um sem mikilvægasta markið í fótbolta því annaðhvort ertu að drepa leikinn eða hitt liðið að komast inn í hann, en sem betur fer náðum við að halda dampi og ganga frá leiknum í seinni hálfleik.''

Fréttaritari spurði Arnar út í þrjá leikmenn liðsins, en það hefði auðveldlega verið hægt að hrósa þeim öllum.

Hrannar Björn er að koma til baka eftir erfið meiðsli og var frábær í dag.

„Já þú segir það allt, hann kom mjög vel inn í leikinn gegn ÍBV og var stórkostlegur hér í dag, er að grípa tækifærið eftir að Þorri meiddist sem hefur einnig verið að spila vel svo það er komin alvöru samkeppni um stöðuna.''

Daníel Hafsteins, er kannski ekki að tikka mest í þeim tölfræðiþáttum sem allir sjá, en sá var frábær á miðjunni í dag.

„Það er alveg rétt, Daníel er einn af þessum fótboltamönnum sem eru frábærir og það sem hann gefur okkur er talsvert meira en bara innan vallar, hann er frábær félagsmaður og allir í kringum klúbbinn sjá hvað hann gefur félaginu í heild, einnig er gaman að sjá hversu vel hann hefur verið að spila eftir smá vonbrigðar tímabil í fyrra.''

Ásgeir Sigurgeirs, nýbúinn að framlengja og er fyrirliði liðsins, væntanlega gott fyrir félagið að halda slíkum karakter.

„Já Ásgeir er frábær leikmaður og gert gríðarlega mikið fyrir okkur í sumar, hefur kannski ekki verið að skora nóg en hefur verið að sækja vítaspyrnur og leggja upp mörk, hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og gefur mikið af sér, það munaði ekki miklu að hann hefði skorað í fyrri hálfleik, einhverjir örfáir sentimetrar, en vonandi fer það að koma líka.''

Mjólkurbikarinn.

Aðeins að bikarkeppninni og markmiðunum, en það vita allir að KA stefnir á Evrópukeppni, er bikarinn stysta leiðin þangað og horfa KA-menn svo á að þeir séu nánast komnir í undanúrslit eftir ansi góðan drátt síðast þar sem þeir drógust gegn 2. deildar liði Ægis á heimavelli.

„Já við ætlum okkur í Evrópu, hvort sem það er í gegnum góða stöðu í deild eða bikarinn, það vita allir að fyrir okkur Úrvalsdeildarfélögin þurfum við bara að vinna fimm leiki og þá ertu orðinn bikarmeistari og kominn í evrópukeppni, við lítum ekkert svo á að við séum komnir í undanúrslitin þó við hefðum fengið dráttinn sem allir aðrir vildu, Ægismenn eru búnir að slá út Fylki svo við ætlum okkur að mæta gíraðir í þann leik, stilla upp okkar sterkasta liði og klára það verkefni, það er ekkert í hendi og við eigum þrjá erfiða leiki eftir ef við ætlum að verða bikarmeistarar.


Vegna bilunar í myndbandi er ekki hægt að birta það.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner