Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   mán 17. júlí 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að kveðja - „Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni"
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson gaf sér tíma í að ræða við Fótbolta.net fyrir utan Samsungvöllinn í Garðabæ í kvöld. Ísak lék ekki með Stjörnunni gegn Val þar sem hann er að ganga í raðir sænska félagsins Norrköping.

„Það er brottför 10:30 í fyrramálið," sagði Ísak. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu múvi og held þetta sé flott múv."

„Ég held þetta sé bara buið að taka venjulegan tíma, ég var strax mjög spenntur."

Þrír Íslendingar eru á mála hjá Norrköping. „Ég þekki Andra Lucas (Guðjohnsen) aðeins, hef ekki talað við hina. Ég held það sé gott að hafa þrjá Íslendinga til að komast betur og fljótt inn í hlutina. Það hljómar bara mjög vel að fara til Svíþjóðar."

Ísak er uppalinn hjá Stjörnunni og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki sumarið 2020 þá sextán ára gamall.

„Auðvitað er erfitt að fara, uppeldisklúbburinn og erfitt að kveðja strákana. Það var geggjað að sjá leikinn í kvöld og ekkert eðlilega góð frammistaða hjá liðinu. Ég sé það alveg fyrir mér (að liðið klifri upp töfluna). Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni."

„Mig langar að komast fljótt inn í hlutina og reyna gera það sama þar og ég hef verið að gera hér,"
sagði þessi nítján ára kantmaður að lokum.
Athugasemdir
banner