Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   mán 17. júlí 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að kveðja - „Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni"
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson gaf sér tíma í að ræða við Fótbolta.net fyrir utan Samsungvöllinn í Garðabæ í kvöld. Ísak lék ekki með Stjörnunni gegn Val þar sem hann er að ganga í raðir sænska félagsins Norrköping.

„Það er brottför 10:30 í fyrramálið," sagði Ísak. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu múvi og held þetta sé flott múv."

„Ég held þetta sé bara buið að taka venjulegan tíma, ég var strax mjög spenntur."

Þrír Íslendingar eru á mála hjá Norrköping. „Ég þekki Andra Lucas (Guðjohnsen) aðeins, hef ekki talað við hina. Ég held það sé gott að hafa þrjá Íslendinga til að komast betur og fljótt inn í hlutina. Það hljómar bara mjög vel að fara til Svíþjóðar."

Ísak er uppalinn hjá Stjörnunni og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki sumarið 2020 þá sextán ára gamall.

„Auðvitað er erfitt að fara, uppeldisklúbburinn og erfitt að kveðja strákana. Það var geggjað að sjá leikinn í kvöld og ekkert eðlilega góð frammistaða hjá liðinu. Ég sé það alveg fyrir mér (að liðið klifri upp töfluna). Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni."

„Mig langar að komast fljótt inn í hlutina og reyna gera það sama þar og ég hef verið að gera hér,"
sagði þessi nítján ára kantmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner