McKenna og Pochettino hafa áhuga á að taka við Man Utd - Chelsea í stjóraleit og ætlar að bjóða í Olise
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   mán 17. júlí 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að kveðja - „Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni"
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson gaf sér tíma í að ræða við Fótbolta.net fyrir utan Samsungvöllinn í Garðabæ í kvöld. Ísak lék ekki með Stjörnunni gegn Val þar sem hann er að ganga í raðir sænska félagsins Norrköping.

„Það er brottför 10:30 í fyrramálið," sagði Ísak. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu múvi og held þetta sé flott múv."

„Ég held þetta sé bara buið að taka venjulegan tíma, ég var strax mjög spenntur."

Þrír Íslendingar eru á mála hjá Norrköping. „Ég þekki Andra Lucas (Guðjohnsen) aðeins, hef ekki talað við hina. Ég held það sé gott að hafa þrjá Íslendinga til að komast betur og fljótt inn í hlutina. Það hljómar bara mjög vel að fara til Svíþjóðar."

Ísak er uppalinn hjá Stjörnunni og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki sumarið 2020 þá sextán ára gamall.

„Auðvitað er erfitt að fara, uppeldisklúbburinn og erfitt að kveðja strákana. Það var geggjað að sjá leikinn í kvöld og ekkert eðlilega góð frammistaða hjá liðinu. Ég sé það alveg fyrir mér (að liðið klifri upp töfluna). Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni."

„Mig langar að komast fljótt inn í hlutina og reyna gera það sama þar og ég hef verið að gera hér,"
sagði þessi nítján ára kantmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner