Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   mán 17. júlí 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að kveðja - „Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni"
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson gaf sér tíma í að ræða við Fótbolta.net fyrir utan Samsungvöllinn í Garðabæ í kvöld. Ísak lék ekki með Stjörnunni gegn Val þar sem hann er að ganga í raðir sænska félagsins Norrköping.

„Það er brottför 10:30 í fyrramálið," sagði Ísak. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu múvi og held þetta sé flott múv."

„Ég held þetta sé bara buið að taka venjulegan tíma, ég var strax mjög spenntur."

Þrír Íslendingar eru á mála hjá Norrköping. „Ég þekki Andra Lucas (Guðjohnsen) aðeins, hef ekki talað við hina. Ég held það sé gott að hafa þrjá Íslendinga til að komast betur og fljótt inn í hlutina. Það hljómar bara mjög vel að fara til Svíþjóðar."

Ísak er uppalinn hjá Stjörnunni og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki sumarið 2020 þá sextán ára gamall.

„Auðvitað er erfitt að fara, uppeldisklúbburinn og erfitt að kveðja strákana. Það var geggjað að sjá leikinn í kvöld og ekkert eðlilega góð frammistaða hjá liðinu. Ég sé það alveg fyrir mér (að liðið klifri upp töfluna). Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni."

„Mig langar að komast fljótt inn í hlutina og reyna gera það sama þar og ég hef verið að gera hér,"
sagði þessi nítján ára kantmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner