Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
   mán 17. júlí 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að kveðja - „Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni"
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
U21 landsliðsmaðurinn flýgur út í fyrramálið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson gaf sér tíma í að ræða við Fótbolta.net fyrir utan Samsungvöllinn í Garðabæ í kvöld. Ísak lék ekki með Stjörnunni gegn Val þar sem hann er að ganga í raðir sænska félagsins Norrköping.

„Það er brottför 10:30 í fyrramálið," sagði Ísak. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu múvi og held þetta sé flott múv."

„Ég held þetta sé bara buið að taka venjulegan tíma, ég var strax mjög spenntur."

Þrír Íslendingar eru á mála hjá Norrköping. „Ég þekki Andra Lucas (Guðjohnsen) aðeins, hef ekki talað við hina. Ég held það sé gott að hafa þrjá Íslendinga til að komast betur og fljótt inn í hlutina. Það hljómar bara mjög vel að fara til Svíþjóðar."

Ísak er uppalinn hjá Stjörnunni og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki sumarið 2020 þá sextán ára gamall.

„Auðvitað er erfitt að fara, uppeldisklúbburinn og erfitt að kveðja strákana. Það var geggjað að sjá leikinn í kvöld og ekkert eðlilega góð frammistaða hjá liðinu. Ég sé það alveg fyrir mér (að liðið klifri upp töfluna). Núna eru geggjaðir tímar hjá Stjörnunni."

„Mig langar að komast fljótt inn í hlutina og reyna gera það sama þar og ég hef verið að gera hér,"
sagði þessi nítján ára kantmaður að lokum.
Athugasemdir
banner