Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. september 2019 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Patrice Evra að vinna í þjálfararétindum hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Patrice Evra hefur verið mikið á æfingasvæði Manchester United síðustu vikur þar sem hann er að vinna í þjálfararéttindum.

Evra er nokkuð umdeildur karakter en hann er goðsögn hjá Rauðu djöflunum eftir átta sigursæl ár, frá 2006 til 2014.

„Ég vil að allir leikmenn skilji hvað það þýðir að klæðast þessari treyju. Þú verður að skilja hvaða sögu félagið hefur áður en þú klæðist treyjunni," sagði Evra.

„Ég er hér til að tryggja að allir leikmenn átti sig á því hvað það þýðir að spila fyrir þetta félag."

Evra er 38 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrr í sumar eftir tuttugu ára feril. Hann lék síðast fyrir West Ham United en þar áður var hann hjá Marseille og Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner