Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   þri 17. september 2024 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í deildabikarnum: Hákon í marki Brentford - Átta breytingar hjá Ten Hag
Hákon Rafn er í rammanum hjá Brentford
Hákon Rafn er í rammanum hjá Brentford
Mynd: Brentford
Stefán Teitur er í liði Preston
Stefán Teitur er í liði Preston
Mynd: Preston
Þriðja umferð enska deildabikarsins fer af stað í kvöld með sjö leikjum en hæst ber að nefna leik Manchester United og Barnsley. Hákon Rafn Valdimarsson er í marki Brentford gegn Leyton Orient og þá byrjar Stefán Teitur Þórðarson hjá Preston gegn Fulham.

Þetta verður annar leikur Hákonar með aðalliði Brentford en hann spilaði fyrsta leik sinn í síðustu umferð deildabikarsins og varði vítaspyrnu er Brentford fór áfram.

Stefán Teitur, sem hefur verið okkar besti landsliðsmaður undanfarið, er í liðinu gegn Fulham. Hann var ekki með Preston um helgina vegna veikinda, en mætir sprækur í leikinn gegn úrvalsdeildarliðinu.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gerir átta breytingar á liði sínu. Brasilíski vængmaðurinn Antony fær tækifærið ásamt Toby Collyer, Jonny Evans, Altay Bay?nd?r, Harry Maguire og Alejandro Garnacho.

Casemiro kemur þá aftur inn í liðið og er með fyrirliðabandið og þá byrjar Manuel Ugarte sinn fyrsta leik fyrir United.

Everton: Virginia, Dixon, O'Brien, Keane, McNeil, Mangala, Armstrong, Doucoure, Lindström, Ndiaye, Beto.



Byrjunarlið Palace gegn QPR: Henderson, Munoz, Richards, Guehi, Lacroix, Mitchell, Lerma, Kamada, Eze, Nketiah, Mateta.



Byrjunarlið Brentford gegn Leyton: Valdimarsson, Roerslev, Van den Berg, Mee, Meghoma, Norgaard, Trevitt, Yarmoliuk, Damsgaard, Carvalho, Schade.



Preston: Woodman, Lindsay, Frokjær, Storey, Ledson, Þórðarson, Holmes, Bauer, Osmajic, Kesler-Hayden, Bowler.

Fulham: Benda, Castagne, Diop, Cuenca, Sessegnon, Reed, Berge, Cairney, Wilson, Muniz, Nelson.




Southampton: McCarthy; Bree, Harwood-Bellis, Wood, Taylor; Aribo, Ugochukwu, Lallana; Cornet, Armstrong, Fraser

Byrjunarlið Man Utd gegn Barnsley: Bayindir; Dalot, Maguire, Evans, Casemiro; Collyer, Ugarte; Eriksen, Antony, Garnacho; Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner