Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd setti met í heildartekjum
Mynd: EPA
Manchester United hefur sett nýtt met í heildartekjum í ensku úrvalsdeildinni en tekjur fyrir síðasta rekstrarár nam 666,5 milljónum punda.

United hafnaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og missti af sæti í Evrópukeppni. Árangur liðsins í deildinni var sá versti síðan tímabilið 1973-1974.

Innan vallar hafa hlutirnir ekki gengið snurðulaust fyrir sig, en allt er á uppleið utan vallar.

Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í United, hefur unnið að því að lækka rekstrarkostnað og skila meiri tekjum inn í félagið. Það er að virka og er þetta hluti af langtímamarkmiðum félagsins.

United skilaði tekjum upp á 666,5 milljónum punda. Heildartap félagsins nemur um 33,2 milljónum punda og tap liðsins því 70,8 prósent minna en árið á undan.

Þetta hefur tekið blóð, svita og tár. Starfsmönnum var fækkað úr 1100 niður í 700 og þá hefur launakostnaður dregist saman um 51,5 milljónir punda, en það er þó aðallega vegna þess að laun flestra leikmanna lækkuðu um 25 prósent eftir að liðinu mistókst að komast í Evrópu.

Þrátt fyrir slakt gengi á vellinum er spáð því að heildartekjur næsta rekstrarárs verði í kringum 640-660 milljónir punda og er það einnig mikið til að þakka Snap Dragon, styrktaraðila félagsins, en gerður var 300 milljóna punda samningur á síðasta ári sem gildir til 2029.
Athugasemdir