
Leiknir í Breiðholti er komið í þjálfaraleit en ljóst er að Ágúst Gylfason verður ekki áfram þjálfari liðsins.
Ágúst tók við Leikni í byrjun júní af Ólafi Hrannari Kristjánssyni sem var látinn taka pokann sinn.
Ágúst, sem er með mikla reynslu úr þjálfun, tók við Leikni á botni Lengjudeildarinnar en náði því markmiði að halda liðinu í deildinni.
Ágúst tók við Leikni í byrjun júní af Ólafi Hrannari Kristjánssyni sem var látinn taka pokann sinn.
Ágúst, sem er með mikla reynslu úr þjálfun, tók við Leikni á botni Lengjudeildarinnar en náði því markmiði að halda liðinu í deildinni.
„Ágústi er þakkað fyrir mjög góð störf. Hann tók við Leikni á miðju tímabili og náði því markmiði að halda liðinu uppi í Lengjudeildinni. Leit að þjálfara félagsins fyrir Lengjudeildina 2026 er hafin," segir í tilkynningu frá Leikni.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 22 | 14 | 3 | 5 | 51 - 31 | +20 | 45 |
2. Njarðvík | 22 | 12 | 7 | 3 | 50 - 25 | +25 | 43 |
3. Þróttur R. | 22 | 12 | 5 | 5 | 43 - 37 | +6 | 41 |
4. HK | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 29 | +17 | 40 |
5. Keflavík | 22 | 11 | 4 | 7 | 53 - 39 | +14 | 37 |
6. ÍR | 22 | 10 | 7 | 5 | 38 - 27 | +11 | 37 |
7. Völsungur | 22 | 7 | 4 | 11 | 36 - 52 | -16 | 25 |
8. Fylkir | 22 | 6 | 5 | 11 | 34 - 32 | +2 | 23 |
9. Leiknir R. | 22 | 6 | 5 | 11 | 24 - 40 | -16 | 23 |
10. Grindavík | 22 | 6 | 3 | 13 | 38 - 61 | -23 | 21 |
11. Selfoss | 22 | 6 | 1 | 15 | 25 - 44 | -19 | 19 |
12. Fjölnir | 22 | 3 | 6 | 13 | 32 - 53 | -21 | 15 |
Athugasemdir