Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 09:30
Kári Snorrason
Þjálfari Hinriks látinn fara
Hinrik Harðarson leikur með Odd.
Hinrik Harðarson leikur með Odd.
Mynd: Odd
Knut Rønningene þjálfari norska liðsins Odd hefur verið sagt upp störfum. Í Odd leikur Hinrik Harðarsson, en Rønningene sótti Hinrik fyrir tímabilið.

Odd er í 13. sæti deildarinnar nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir ágætis byrjun á tímabilinu er liðið án sigurs í síðustu sjö umferðum.

Rønningene stýrði yngri flokkunum hjá Odd áður en hann tók við stöðu aðstoðarþjálfara. Undir lok síðasta tímabils var hann svo ráðinn aðalþjálfari liðsins.

Hinrik Harðarson hefur komið við sögu í átján deildarleikjum Odd og þar af byrjað sjö þeirra. Hann hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu.

Hinrik er framherji sem fæddur er árið 2004. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp fimm í 26 leikjum með ÍA í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir