Í kvöld mætast Breiðablik og ÍBV í Bestu deild karla á Kópavogsvelli klukkan 18:00 í mikilvægum leik fyrir bæði lið.
Leikurinn verður spilaður til styrktar Ljóssins en í ár vill meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki vekja athygli á starfi ungra karla í Ljósinu.
Leikurinn verður spilaður til styrktar Ljóssins en í ár vill meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki vekja athygli á starfi ungra karla í Ljósinu.
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
Breiðablik mun spila í sérstökum treyjum til styrktar málefninu í leiknum í kvöld. Treyjan er hvít og með merki Ljóssins.
Uppboð verður á treyjum leikmanna sem eru sérhannaðar og allur ágóði rennur óskertur til Ljóssins. Uppboðið stendur til klukkan 14:00 þriðjudaginn 16. september og fer fram í gegnum þessa uppboðssíðu HÉR. Ljósbúðin verður þá með sölu á varningi Ljóssins.
Fyrir þau sem ekki geta mætt á völlinn er einnig tekið við frjálsum framlögum hér:
Rn. 0133-15-013080
Kt. 4102841389
„Hvetjum alla til að mæta á völlinn, styðja sitt lið og styrkja Ljósið," segja Blikar.
Athugasemdir