Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ellefu úr Bestu deildinni í bann - Jökull ekki á hliðarlínunni
Jökull fékk sitt fjórða gula spjald í deildinni á sunnudag.
Jökull fékk sitt fjórða gula spjald í deildinni á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson verður ekki með gegn Val.
Kristinn Steindórsson verður ekki með gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellefu úr Bestu deildinni verða í leikbanni í fyrstu umferð deildarinnar eftir tvískiptingu; sex í efri hlutanum og fimm í neðri hlutanum.

Þrír hjá Stjörnunni verða í leikbanni þegar liðið tekur á móti FH á sunnudagskvöld. Guðmundur Baldvin Nökkvason fékk sitt sjöunda gula spjald gegn Val og Samúel Kári Friðjónsson fékk rautt spjald. Þjálfarinn Jökull Elísabetarson fékk að líta sitt fjórða gula spjald gegn Val og verður ekki á hliðarlínunni gegn FH. Jóhann Ægir Arnarsson fékk að líta rauða spjaldið gegn Fram og verður ekki með FH gegn Stjörnunni.

Simon Tibbling verður ekki með Fram gegn toppliði Víkings á sunnudagskvöldið og Kristinn Steindórsson verður ekki með Breiðabliki gegn Val á mánudagskvöldið.

Þrír verða í banni þegar KA tekur á móti KR á sunnudag. Júlíus Mar Júlíusson verður í banni hjá KR og þeir Birgir Baldvinsson og fyrirliðinn Ívar Örn Árnason verða í banni hjá KA.

Á sama degi tekur ÍBV á móti Aftureldingu og það taka tveir út bann í þeim leik. Þorlákur Breki Þ. Baxter verður ekki með ÍBV og Sigurpáll Melberg Pálsson verður ekki með Aftureldingu.

1. umferðin eftir tvískiptingu
laugardagur 20. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
16:05 Vestri-ÍA (Kerecisvöllurinn)

sunnudagur 21. september
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
16:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)

mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Athugasemdir