Hákon Rafn Valdimarsson var hetja Brentford þegar liðið vann Aston Villa í vítaspyrnukeppni í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hákon því Harvey Elliott skoraði sitt fyrsta mark undir lok fyrri hálfleiksins. Hann skaut beint á Hákon en boltinn fór í gegnum hendurnar og fæturnar á honum og í netið.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hákon því Harvey Elliott skoraði sitt fyrsta mark undir lok fyrri hálfleiksins. Hann skaut beint á Hákon en boltinn fór í gegnum hendurnar og fæturnar á honum og í netið.
Hann virtist svolítið skelkaður eftir þetta. Eftir klukkutíma leik reyndi hann að kýla boltann úr teignum en hitti boltann illa en Brentford kom boltanum frá að lokum.
Aaron Hickey jafnaði metin fyrir Brentford skömmu áður þegar hann skoraði með frábæru skoti úr teignum. Það var síðasta mark leiksins og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni.
Þar var Hákon frábær en hann varði fyrstu spyrnuna frá John McGinn og fjórðu spyrnuna frá Matty Cash. Brentford skoraði úr öllum spyrnunum sínum en Mikkel Damsgaard innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði úr fjórðu spyrnunni.
Crystal Palace var í vandræðum með Millwall en náði að vinna í vítaspyrnukeppni. Grimsby, sem lagði Man Utd, í síðustu umferð er komið áfram eftir sigur gegn Sheffield Wednesday.
Brentford 1 - 1 Aston Villa (4-2 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Harvey Elliott ('43 )
1-1 Aaron Hickey ('57 )
Crystal Palace 1 - 1 Millwall (4-2 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Chris Richards ('72 )
1-1 Ryan Leonard ('90 )
Sheffield Wed 0 - 1 Grimsby
0-1 Jaze Kabia ('49 )
Athugasemdir