Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso: Carvajal er nauðsynlegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Xabi Alonso þjálfari Real Madrid var kátur á fréttamannafundi í dag.

Real Madrid lagði Real Sociedad að velli um helgina og tekur á móti franska félaginu Marseille í Meistaradeildinni annað kvöld.

Alonso var meðal annars spurður út í fyrirliðann Dani Carvajal sem fær ennþá mikinn spiltíma þrátt fyrir að vera 33 ára gamall.

„Dani Carvajal hefur aldrei breyst, hann er með óbilandi metnað. Hann er mjög þroskaður og reyndur leikmaður, hann ber mikla vigt í búningsklefanum. Hann er fyrirliði félagsins og nýtur mikillar virðingar í klefanum," sagði Alonso, en Carvajal spilaði fyrstu 82 mínúturnar gegn Sociedad.

„Hann er nauðsynlegur fyrir okkur."

Brasilíski kantmaðurinn Vinícius Júnior var líka í byrjunarliðinu en honum var skipt af velli á 68. mínútu, þegar Madrídingar voru búnir að spila leikmanni færri vegna rauðs spjalds í rúman hálftíma.

„Ég talaði við hann og hrósaði fyrir framlagið. Hann stóð sig frábærlega. Við vorum 10 gegn 11 og hann hjálpaði okkur mikið með vinnusemi sinni.

„Hann lítur vel út, hann er fullur af orku og sjálfstrausti."

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner