Ensku liðin Arsenal og Tottenham unnu sína fyrstu leiki í deildakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.
Arsenal heimsótti Athletic Bilbao fyrr í dag þar sem varamennirnir komu sterkir inn. Leandro Trossard og Gabriel Martinelli skoruðu mörkin í 2-0 sigri og þeir lögðu upp á hvorn annan. Sky Sports valdi Martinelli mann leiksins en báðir fengu átta í einkunn ásamt Cristhian Mosquera.
Luiz Junior, markvörður Villarreal, var skúrkurinn gegn Tottenham en hann skoraði sjálfsmark sem reyndist sigurmarkið. Hann missti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Lucas Bergvall. Bergvall fékk átta í einkunn fyrir sína frammistöðu ásamt Xavi Simons.
Luiz Junior fékk fjóra ásamt tveimur öðrum leikmönnum Villarreal. Nicolas Pepe, fyrrum leikmaður Arsenal, stóð upp úr hjá þeim spænsku en hann fékk sjö í einkunn.
Arsenal heimsótti Athletic Bilbao fyrr í dag þar sem varamennirnir komu sterkir inn. Leandro Trossard og Gabriel Martinelli skoruðu mörkin í 2-0 sigri og þeir lögðu upp á hvorn annan. Sky Sports valdi Martinelli mann leiksins en báðir fengu átta í einkunn ásamt Cristhian Mosquera.
Luiz Junior, markvörður Villarreal, var skúrkurinn gegn Tottenham en hann skoraði sjálfsmark sem reyndist sigurmarkið. Hann missti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Lucas Bergvall. Bergvall fékk átta í einkunn fyrir sína frammistöðu ásamt Xavi Simons.
Luiz Junior fékk fjóra ásamt tveimur öðrum leikmönnum Villarreal. Nicolas Pepe, fyrrum leikmaður Arsenal, stóð upp úr hjá þeim spænsku en hann fékk sjö í einkunn.
Athletic: Unai Simon (6), Gorosabel (7), Vivian (7), Paredes (6), Adama (7), Vesga (6), Jauregizar (6), Williams (6), Sancet (6), Navarro (6), Berenguer (6).
Varamenn: Gomez (6), Guruzeta (5), Berchiche (5), Serrano (n/a), Rego (n/a).
Arsenal: Raya (6), Timber (7), Mosquera (8), Gabriel (7), Calafiori (7), Zubimendi (7), Rice (6), Merino (7), Madueke (7), Gyokeres (6), Eze (6).
Varamenn: Martinelli (8), Trossard (8), Hincapie (n/a), Norgaard (n/a).
Tottenham: Vicario (7), Porro (7), Van de Ven (7), Romero (7), Spence (7), Sarr (6), Bergvall (8), Bentancur (6), Kudus (6), Simons (8), Richarlison (6).
Varamenn: Palhinha (6), Udogie (6), Johnson (spilaði ekki nóg), Kolo Muani (spilaði ekki nóg).
Villarreal: Luiz Junior (4), Foyth (5), Mikautadze (5), Renato Veiga (6), Comesana (5), Mourino (5), Buchanan (4), Gueye (4), Pepe (7), Ayoze Perez (5), Cardona (5).
Varamenn: Pedraza (6), Akhomach (6), Parejo (spilaði ekki nóg), Partey (spilaði ekki nóg), Moleiro (spilaði ekki nóg)
Athugasemdir