Liverpool er samkvæmt veðbönkum sigurstranglegasta lið Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. Á morgun tekur liðið á móti Atletico Madrid í sínum fyrsta leik í keppninni þetta tímabilið.
Helsti sóknarmaður Atletico, Julian Alvarez, verður ekki með í leiknum en hann fór af velli vegna hnémeiðsla í 2-0 sigri gegn Villarreal í spænsku deildinni um síðustu helgi.
Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er ekki í hópnum sem Diego Simeone tók með sér til Englands.
Helsti sóknarmaður Atletico, Julian Alvarez, verður ekki með í leiknum en hann fór af velli vegna hnémeiðsla í 2-0 sigri gegn Villarreal í spænsku deildinni um síðustu helgi.
Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er ekki í hópnum sem Diego Simeone tók með sér til Englands.
Atletico verður einnig án Johnny Cardoso, Jose Maria Gimenez, Thiago Almada og Alex Baena í Liverpool.
Leikur Liverpool og Atletico Madrid verður klukkan 19:00 annað kvöld á Anfield.
Athugasemdir