Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 11:55
Elvar Geir Magnússon
Án síns helsta sóknarmanns gegn Liverpool
Julian Alvarez og Nico Gonzalez.
Julian Alvarez og Nico Gonzalez.
Mynd: EPA
Liverpool er samkvæmt veðbönkum sigurstranglegasta lið Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. Á morgun tekur liðið á móti Atletico Madrid í sínum fyrsta leik í keppninni þetta tímabilið.

Helsti sóknarmaður Atletico, Julian Alvarez, verður ekki með í leiknum en hann fór af velli vegna hnémeiðsla í 2-0 sigri gegn Villarreal í spænsku deildinni um síðustu helgi.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er ekki í hópnum sem Diego Simeone tók með sér til Englands.

Atletico verður einnig án Johnny Cardoso, Jose Maria Gimenez, Thiago Almada og Alex Baena í Liverpool.

Leikur Liverpool og Atletico Madrid verður klukkan 19:00 annað kvöld á Anfield.
Athugasemdir
banner