Jose Mourinho er sagður vera búinn að ná samkomulagi við Benfica um að taka við stjórastarfinu hjá félaginu. Hann tæki við af Bruno Lage sem var látinn fara eftir mjög óvænt 2-3 tap á heimavelli gegn Qarabag í gær.
20. september árið 2000 var Mourinho ráðinn til Benfica sem var hans fyrsta stjórastarf á ferlinum. 25 árum seinna gæti hann stýrt Benfica í sínum fyrsta leik, gegn AVS þann 20. september.
20. september árið 2000 var Mourinho ráðinn til Benfica sem var hans fyrsta stjórastarf á ferlinum. 25 árum seinna gæti hann stýrt Benfica í sínum fyrsta leik, gegn AVS þann 20. september.
30. september á svo Benfica útileik gegn Chelsea þar sem Mourinho gerði frábæra hluti á sínum tíma.
Mourinho hefur verið án starfs frá því að hann var rekinn frá Fenerbahce fyrir nokkuð stuttu síðan. Hann var stjóri Fenerbahce þegar liðið féll úr leik í forkeppni Meistaradeildinnar gegn einmitt Benfica.
Mourinho er 62 ára Portúgali sem vann sex titla sem stjóri erkifjendanna í Porto á árunum 2002-2004 áður en hann tók svo við Chelsea. Átján dagar eru í að Benfica mætir Porto í portúgölsku deildinni.
Athugasemdir