Margir stuðningsmenn Liverpool bjuggust við meiru frá þýska landsliðsmanninum Florian Wirtz í upphafi tímabils. Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá breska ríkisútvarpinu, segir of snemmt að dæma Wirtz.
Hann var keyptur á 116 milljónir punda frá Bayer Leverkusen og margir bjuggust við því að hann myndi samstundis skara fram úr í ensku úrvalsdeildinni.
Hann var keyptur á 116 milljónir punda frá Bayer Leverkusen og margir bjuggust við því að hann myndi samstundis skara fram úr í ensku úrvalsdeildinni.
„Hann hefur haft hæygt um sig en mér finnst ég sjá merki þess að hann sé að aðlagast smátt og smátt," segir McNulty.
„Hann var mikið að tengja spilið gegn Burnley og virðist vera farinn að sýna betri skilning á leikmennina í kringum sig. Mótið er nýhafið og jafnvel bestu leikmenn þurfa tíma til að aðlagast og passa inn í nýtt lið."
„Ég er viss um að hann muni ná flugi og það voru ákveðnar vísbendingar á Turf Moor um að hann sé á réttri leið."
Athugasemdir