Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 18:48
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Skagamenn klifra af botninum
Tvenna frá Ómari Birni gerði herslumuninn í dag.
Tvenna frá Ómari Birni gerði herslumuninn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 3 - 1 Afturelding
1-0 Ómar Björn Stefánsson ('39)
2-0 Viktor Jónsson ('53)
2-1 Aketchi Luc-Martin Kassi ('87)
3-1 Ómar Björn Stefánsson ('88)

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Afturelding

ÍA tók á móti Aftureldingu í botnslag Bestu deildarinnar. Liðin áttust við í síðustu umferð fyrir tvískiptingu deildarinnar.

Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu betur og komust nálægt því að skora á upphafsmínútunum, ef ekki fyrir glæsilegar markvörslur Árna Marinós Einarssonar.

Afturelding var sterkari aðilinn stærsta hluta fyrri hálfleiks en Skagamenn byrjuðu að láta til sín taka á 30. mínútu. Þeir klúðruðu nokkrum frábærum færum áður en Ómar Björn Stefánsson kom boltanum í netið eftir hornspyrnu á 39. mínútu.

Mosfellingar reyndu að svara fyrir sig en tilraunir þeirra báru ekki árangur. Þess í stað tvöfaldaði Viktor Jónsson forystu heimamanna í upphafi síðari hálfleiks, með skalla eftir aukaspyrnu langt utan af velli.

Gestirnir áttu skot í slá og skiptust liðin á að eiga færi og vilja fá dæmdar vítaspyrnur þar til á lokamínútunum, þegar Luc-Martin Kassi minnkaði muninn af stuttu færi til að gera leik úr þessu. Staðan orðin 2-1.

Von Mosfellinga lifði þó ekki lengi því Ómar Björn slökkti endanlega á gestunum með marki einni mínútu síðar. Lokatölur 3-1.

Skagamenn lyfta sér af botni deildarinnar með þessum sigri en þetta er annar sigur liðsins í röð. Þeir eiga 22 stig eftir 22 umferðir, einu stigi meira heldur en Afturelding sem hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir