Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Isak byrjar hjá Liverpool
Alexander Isak er klár í slaginn!
Alexander Isak er klár í slaginn!
Mynd: Liverpool
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak byrjar sinn fyrsta leik með Liverpool er liðið fær Atlético Madríd í heimsókn á Anfield í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildarinnar klukkan 19:00 í kvöld.

Isak var ekki með gegn Burnley um helgina, en Arne Slot gaf það sterklega til kynna að hann fengi mínútur gegn Atlético.

Það hefur nú verið staðfest. Isak byrjar gegn Atlético, en mun líklega ekki spila meira en hálfleik, mesta lagi 60 mínútur.

Isak kemur inn í liðið í stað Hugo Ekitike sem tekur sér sæti á bekknum. Curtis Jones er áfram frá vegna meiðsla. Jeremie Frimpong og Andy Robertson koma þá inn fyrir Alexis Mac Allister og Milos Kerkez.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, stillir upp sterku liði gegn Bayern München. Cole Palmer er í liðinu.

Nicolas Jackson, sem kom til Bayern á láni frá Chelsea undir lok gluggans, er á bekknum.

Liverpool: Alisson; Frimpong, Konate, Van Dijk, Robertson; Gravenberch, Szoboszlai; Salah, Wirtz, Gakpo; Isak.

Atlético: Oblak; Marcos Llorente, Le Normand, Lenglet, Javi Galán; Pablo Barrios, Gallagher; Giuliano, Griezmann, Nico González; Raspadori.



Bayern: Neuer; Laimer, Upamecano, Tah, Stanisic; Kimmich, Pavlovic; Olise, Gnabry, Luis Díaz; Kane

Chelsea: Sánchez; Gusto, Adarabioyo, Chalobah, Cucurella; James, Enzo Fernández, Caicedo; Pedro Neto, Palmer; João Pedro



PSG: Chevalier; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Nuno Mendes; João Neves, Vitinha, Fabián Ruiz; Mayulu, Kvaratskhelia, Barcola

Atalanta: Carnesecchi; Kossounou, Hien, Djimsiti; Bellanova, De Roon, Pasalic, Musah, Bernasconi; Maldini, De Ketelaere.



Ajax: Jaros; Gaaei, Itakura, Baas, Wijndal; Klaassen, Taylor, Regeer; Edvardsen, Weghorst, Godts

Inter: Sommer; Akanji, De Vrij, Bastoni; Dumfries, Barella, Çalhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Thuram, Esposito


Athugasemdir