
Fyrri undanúrslitaleikirnir í umspilinu í Lengjudeildinni um sæti í Bestu deildinni fara fram í dag.
Það er nágrannaslagur klukkan 16:45 þar sem Keflavík fær Njarðvík í heimsókn. Keflavík var hársbreidd frá því að vinna umspilið í fyrra en liðið tapaði gegn Aftureldingu í úrslitum. Sigur gegn Selfossi í lokaumferðinni tryggði Keflavík sæti í umspilinu.
Njarðvík var aðeins tveimur stigum frá því að fara beint upp.
HK fær Þrótt í heimsókn í hinum undanúrslitaleiknum. HK vann Völsung í lokaumferðinni sem gulltryggði liðinu sæti í umspilinu. Þróttur tapaði gegn Þór sem varð til þess að liðið missti af toppsætinu og þar með sæti í Bestu deildinni.
Seinni undanúrslitaleikirnir fara fram sunnudaginn 21. september.
Það er nágrannaslagur klukkan 16:45 þar sem Keflavík fær Njarðvík í heimsókn. Keflavík var hársbreidd frá því að vinna umspilið í fyrra en liðið tapaði gegn Aftureldingu í úrslitum. Sigur gegn Selfossi í lokaumferðinni tryggði Keflavík sæti í umspilinu.
Njarðvík var aðeins tveimur stigum frá því að fara beint upp.
HK fær Þrótt í heimsókn í hinum undanúrslitaleiknum. HK vann Völsung í lokaumferðinni sem gulltryggði liðinu sæti í umspilinu. Þróttur tapaði gegn Þór sem varð til þess að liðið missti af toppsætinu og þar með sæti í Bestu deildinni.
Seinni undanúrslitaleikirnir fara fram sunnudaginn 21. september.
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
16:45 Keflavík-Njarðvík (HS Orku völlurinn)
19:15 HK-Þróttur R. (Kórinn)
Athugasemdir