
Þórsarar tryggðu sér sigur í Lengjudeildinni á laugardag með sigri á Þrótti og er orðið ljóst að liðið verður í efstu deild á næsta ári, í fyrsta sinn síðan 2014.
Fimm leikmenn hjá Þór eru með samninga sem renna út seinna á þessu ári.
Portúgalski framherjinn Rafael Victor (1996) verður samningslaus í lok árs, en hann skoraði fjögur mörk í fjórtán leikjum eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts. Hann var að klára sitt annað tímabil hjá Þór eftir að hafa komið frá Njarðvík.
Fimm leikmenn hjá Þór eru með samninga sem renna út seinna á þessu ári.
Portúgalski framherjinn Rafael Victor (1996) verður samningslaus í lok árs, en hann skoraði fjögur mörk í fjórtán leikjum eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts. Hann var að klára sitt annað tímabil hjá Þór eftir að hafa komið frá Njarðvík.
Hermann Helgi Rúnarsson (2000) kom við sögu í sautján leikjum og skoraði, öllum að óvörum, tvö mörk í sumar. Hann er uppalinn Þórsari sem hafði fyrir árið í ár ekki skorað mark í meistaraflokki.
Ýmir Már Geirsson (1997) var að klára sitt þriðja tímabil hjá Þór, hann vann sér inn sæti í byrjunarliðinu og átti gott tímabil í vinstri bakverðinum, kom við sögu í nítján leikjum og missti af tveimur vegna leikbanns.
Ýmir var í samkeppni við Vilhelm Ottó Biering Ottósson (2002) um vinstri bakvarðarstöðuna. Vilhelm kom við sögu í sautján leikjum og skoraði eitt mark í sumar. Vilhelm er uppalinn Þórsari.
Sá fimmti er svo Orri Sigurjónsson (1994) sem sneri heim í Þór síðasta vetur eftir tvö tímabil hjá Fram í Bestu deildinni. Orri er uppalinn Þórsari sem hefur misst talsvert út vegna höfuðmeiðsla síðustu misseri. Hann kom inn á í leiknum gegn Þrótti sem var hans sextándi leikur á tímabilinu.
Aðrir leikmenn Þórs eru samningsbundnir áfram og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, er samningsbundinn út næsta tímabil.
Athugasemdir