Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 15. september 2025 21:56
Sverrir Örn Einarsson
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Lárus Orri fagnaði sigri með sínum mönnum í dag
Lárus Orri fagnaði sigri með sínum mönnum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson þjálfari ÍA var nokkuð kátur eftir 3-1 sigur lærisveina hans á liði Aftureldingar á Elkem vellinum á Akranesi í dag. Með sigrinum lyfti lið ÍA sér úr botnsæti deildarinnar sem nú skiptist í tvo riðla. Sigurinn markar einnig þau tímamót að Skagamenn tengja saman tvo sigurleiki sem gefur þeim byr undir báða vængi inn í úrslitakeppnina. En hvað skóp sigurinn?

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Afturelding

„Vinnusemi og samstaða í liðinu. Við vorum ryðgaðir fyrstu tuttugu mínúturnar og greinilegt að Blikaleikurinn sat aðeins í mönnum. En eftir það þá náðum við pressunni betur upp, fórum að skapa okkur færi og sendingarnar gengu betur upp og eftir þessar fyrstu tuttugu þá fannst mér þetta aldrei spurning.“

Síðustu tvær umferðir hafa verið með ágætum hjá ÍA og liðið sem margir voru búnir að bóka niður í Lengjudeildina hefur lyft sér úr botnsætinu þó enn séu þrjú stig í öruggt sæti. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum hefur verið með ágætum en merkir Lárus eitthvað augnablik þar sem viðsnúningurinn hófst?

„Það munar bara öllu þegar þú nærð að vinna leiki og setja stig á töfluna. Það sem gerist er að á einhverjum tímapunkti þá föllum við mjög langt afturúr. Við erum ekki að vinna og liðin í kringum okkur eru að vinna og við föllum afturúr. Þetta varð svolítið erfitt fyrir hópinn og bara alla enda erfið staða að vera í og ruglar með hausinn á þér.“

„Við vorum ekki líkir okkur sjálfum á móti Víkingum hér heima og ÍBV í Eyjum. Eftir leikinn í Eyjum tóku menn sig saman og ákváðu að þetta væri orðið ágætt. Ætluðu að fara að berjast svolítið fyrir þessu og fara í svolítið "fuck you mode" og þar erum við núna og þar ætlum við að vera áfram. “

Rúnar Már Sigurjónsson heldur áfram að heilla í miðverðinum hjá ÍA og átti fínan leik í dag. Það er munur að vera með miðvörð sem getur leikið boltanum? var Lárus spurður að.

„Rúnar er að gera mjög flotta hluti þarna aftast. Ég held að ég hafi talað um það í tvö ár í sjónvarpinu að það þýddi ekkert að vera með miðjumann í hafsentinum. Ég verð því að éta orðin mín með það því hann er að spila vel þarna aftast og var flottur í dag.“

Sagði Lárus Orri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir