Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 15. september 2025 21:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vonaðist eftir að saxa á forskot toppliðana með sigri í kvöld gegn ÍBV en urðu að láta sér jafntefli duga. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„Við spilum leik uppi á Akranesi fyrir þremur dögum þar sem við vorum bara skrítnir og passívir. Ragir við að stíga upp í maður á mann pressu og bara skrítin leikur. Það var gjörólíkt í dag" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir jafnteflið í kvöld.

„Við förum maður á mann og gefum ekkert andrými á boltann og pressum þá hátt. Erum frábærir í repressu að vinna boltann aftur. Erum með boltann inn á þeirra þriðjung og inn á teignum þeirra meira og minna allan fyrri hálfleikinn en vandamálið er að við fengum ekkert eitt einasta færi" 

„Þetta voru langskot og eitthvað svona, eitthvað klafs og það er kannski áhyggjuefni og það er kannski bara sviðsmyndin sem hefur verið á móti liðum sem að spila þéttan og góðan varnarleik á móti okkur" 

„Við höfum verið með boltann ofarlega og komið okkur í góðar stöður en ekki náð að skapa okkur nógu góð færi og það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni" 

Breiðablik hafa ekki unnið deildarleik í smá tíma núna og mögulega er það farið að leggjast á liðið. 

„Ég veit það ekki. Það er þá kannski helst bara eftir síðasta leik þar sem menn voru auðvitað bara svekktir með þann leik og eiga heimaleik hérna í lokin. Menn ætla sér að sjálfsögðu sigur" 

„Leikirnir þar á undan eru bara frábær leikur í Víkinni þar sem við spilum góðan leik einum færri stóran hluta leiksins en mér fannst við líklegir til að ná í sigur þar líka. Þar á undan vinnum við tvo Evrópuleiki í 'playoffs' þannig menn eru ekkert að horfa á lengra en það" 

„Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum en ég held að þetta hefur ekkert verið að setjast sérstaklega á menn" 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir