Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mán 15. september 2025 21:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vonaðist eftir að saxa á forskot toppliðana með sigri í kvöld gegn ÍBV en urðu að láta sér jafntefli duga. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„Við spilum leik uppi á Akranesi fyrir þremur dögum þar sem við vorum bara skrítnir og passívir. Ragir við að stíga upp í maður á mann pressu og bara skrítin leikur. Það var gjörólíkt í dag" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir jafnteflið í kvöld.

„Við förum maður á mann og gefum ekkert andrými á boltann og pressum þá hátt. Erum frábærir í repressu að vinna boltann aftur. Erum með boltann inn á þeirra þriðjung og inn á teignum þeirra meira og minna allan fyrri hálfleikinn en vandamálið er að við fengum ekkert eitt einasta færi" 

„Þetta voru langskot og eitthvað svona, eitthvað klafs og það er kannski áhyggjuefni og það er kannski bara sviðsmyndin sem hefur verið á móti liðum sem að spila þéttan og góðan varnarleik á móti okkur" 

„Við höfum verið með boltann ofarlega og komið okkur í góðar stöður en ekki náð að skapa okkur nógu góð færi og það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni" 

Breiðablik hafa ekki unnið deildarleik í smá tíma núna og mögulega er það farið að leggjast á liðið. 

„Ég veit það ekki. Það er þá kannski helst bara eftir síðasta leik þar sem menn voru auðvitað bara svekktir með þann leik og eiga heimaleik hérna í lokin. Menn ætla sér að sjálfsögðu sigur" 

„Leikirnir þar á undan eru bara frábær leikur í Víkinni þar sem við spilum góðan leik einum færri stóran hluta leiksins en mér fannst við líklegir til að ná í sigur þar líka. Þar á undan vinnum við tvo Evrópuleiki í 'playoffs' þannig menn eru ekkert að horfa á lengra en það" 

„Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum en ég held að þetta hefur ekkert verið að setjast sérstaklega á menn" 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner