Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 15. september 2025 21:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vonaðist eftir að saxa á forskot toppliðana með sigri í kvöld gegn ÍBV en urðu að láta sér jafntefli duga. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„Við spilum leik uppi á Akranesi fyrir þremur dögum þar sem við vorum bara skrítnir og passívir. Ragir við að stíga upp í maður á mann pressu og bara skrítin leikur. Það var gjörólíkt í dag" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir jafnteflið í kvöld.

„Við förum maður á mann og gefum ekkert andrými á boltann og pressum þá hátt. Erum frábærir í repressu að vinna boltann aftur. Erum með boltann inn á þeirra þriðjung og inn á teignum þeirra meira og minna allan fyrri hálfleikinn en vandamálið er að við fengum ekkert eitt einasta færi" 

„Þetta voru langskot og eitthvað svona, eitthvað klafs og það er kannski áhyggjuefni og það er kannski bara sviðsmyndin sem hefur verið á móti liðum sem að spila þéttan og góðan varnarleik á móti okkur" 

„Við höfum verið með boltann ofarlega og komið okkur í góðar stöður en ekki náð að skapa okkur nógu góð færi og það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni" 

Breiðablik hafa ekki unnið deildarleik í smá tíma núna og mögulega er það farið að leggjast á liðið. 

„Ég veit það ekki. Það er þá kannski helst bara eftir síðasta leik þar sem menn voru auðvitað bara svekktir með þann leik og eiga heimaleik hérna í lokin. Menn ætla sér að sjálfsögðu sigur" 

„Leikirnir þar á undan eru bara frábær leikur í Víkinni þar sem við spilum góðan leik einum færri stóran hluta leiksins en mér fannst við líklegir til að ná í sigur þar líka. Þar á undan vinnum við tvo Evrópuleiki í 'playoffs' þannig menn eru ekkert að horfa á lengra en það" 

„Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum en ég held að þetta hefur ekkert verið að setjast sérstaklega á menn" 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner