
Frábært liðsmark sem kvennalið FH skoraði í sumar hefur núna fengið meira en milljón áhorf á samfélagsmiðlinum Instagram.
Markið skoraði Fimleikafélagið gegn Víkingi á útivelli í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í júní síðastliðnum.
Markið skoraði Fimleikafélagið gegn Víkingi á útivelli í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í júní síðastliðnum.
FH vann stórgóðan sigur á Víkingum þar sem hin bráðefnilega Thelma Karen Pálmadóttir skoraði mögulega mark mótsins eftir stórkostlegt samspil hjá FH-ingum.
Markinu var dreift á samfélagsmiðla Bestu deildarinnar og fékk sérstaklega athygli á Instagram.
Þar hafa núna komið meira en milljón áhorf á myndband af markinu og hafa tæplega 97 þúsund manns smellt í læk á myndbandinu.
Hér fyrir neðan má sjá markið sem er búið að horfa á meira en milljón sinnum.
Athugasemdir