Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon Rafn: Vissi að við myndum vinna
Mynd: Brentford
Hákon Rafn Valdimarsson var hetja Brentford þegar liðið vann Aston Villa eftir vítaspyrnukeppni í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld.

Hann átti erfitt uppdráttar í leiknum en Harvey Elliott kom Aston Villa yfir undir lok fyrri hálfleiksins þegar hann skaut beint á Hákon en boltinn fór í gegnum hendurnar og fæturnar á honum.

„Þetta var frábær sigur, ég er svo glaður. Þetta var óheppilegt mark, kannski hefði ég átt að verja þetta en svona er þetta," sagði Hákon.

Hákon varði hins vegar tvær vítaspyrnur og var hetja Brentford að lokum.

„Ég er ánægður með frammistöðuna heilt yfir. Allir skoruðu en um leið og ég varði fyrsta vítið vissi ég að við myndum vinna," sagði Hákon.
Athugasemdir
banner