Hákon Rafn Valdimarsson var hetja Brentford þegar liðið vann Aston Villa eftir vítaspyrnukeppni í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Hann átti erfitt uppdráttar í leiknum en Harvey Elliott kom Aston Villa yfir undir lok fyrri hálfleiksins þegar hann skaut beint á Hákon en boltinn fór í gegnum hendurnar og fæturnar á honum.
Hann átti erfitt uppdráttar í leiknum en Harvey Elliott kom Aston Villa yfir undir lok fyrri hálfleiksins þegar hann skaut beint á Hákon en boltinn fór í gegnum hendurnar og fæturnar á honum.
Hákon varði hins vegar tvær vítaspyrnur og var hetja Brentford að lokum.
„Ég er ánægður með frammistöðuna heilt yfir. Allir skoruðu en um leið og ég varði fyrsta vítið vissi ég að við myndum vinna," sagði Hákon.
Athugasemdir