Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Umtiti leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Umtiti var mikilvægur hlekkur í liði Frakka á HM 2018. Hann byrjaði alla leiki liðsins nema einn þrátt fyrir meiðslin.
Umtiti var mikilvægur hlekkur í liði Frakka á HM 2018. Hann byrjaði alla leiki liðsins nema einn þrátt fyrir meiðslin.
Mynd: FIFA
Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti er búinn að leggja takkaskóna á hilluna eftir ótrúlega meiðslahrjáðan fótboltaferil.

Hann er 31 árs gamall og var síðast samningsbundinn Lille í efstu deild franska boltans.

Umtiti þótti á sínum tíma einn mest spennandi miðvörður heimsfótboltans þegar hann var mikilvægur hlekkur í liði Lyon í kringum tvítugsaldurinn.

Barcelona keypti hann til sín sumarið 2016 og vann hann sér inn byrjunarliðssæti hjá stórveldinu. Á sínu öðru tímabili á Spáni byrjaði hann að finna fyrir hnémeiðslum sem áttu eftir að eyðileggja ferilinn hans.

Umtiti þurfti að fara í aðgerð en hann hefði þá misst af heimsmeistaramótinu 2018 með Frakklandi, svo hann kaus að spila frekar í gegnum sársaukann. Umtiti og félagar urðu heimsmeistarar, en honum tókst aldrei að láta laga vinstra hnéð.

Hann spilaði meiddur næstu árin en gat aðeins tekið þátt í um 15 til 20 leikjum á hverju tímabili. Hnéð hefur versnað enn frekar með árunum svo nú hefur Umtiti ákveðið að hætta í fótbolta.

   04.09.2025 17:00
Íhugar að leggja skóna á hilluna




Athugasemdir
banner