Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso um Trent: Ekki eins slæmt og við héldum
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold fékk tækifæri í byrjunarliði Real Madrid gegn Marseille í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í gær.

Hann var hins vegar ekki lengi inn á því hann þurfti að fara af velli eftir fimm mínútna leik vegna meiðsla aftan í læri. Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, hefur ekki miklar áhyggjur af meiðslunum.

„Þetta er ekki eins slæmt og við héldum en við verðum að bíða. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið og finna lausnir," sagði Alonso.

Dani Carvajal kom inn á fyrir Alexander-Arnold en hann fékk rautt spjald í leiknum.

Það voru góðar fréttir fyrir Real Madrid að Eduardo Camavinga og Jude Bellingham voru í hópnum í gær eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Alonso staðfesti að þeir verða klárir í slaginn á laugardaginn þegar Real fær Espanyol í heimsókn í spænsku deildinni.
Athugasemdir
banner