Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen hafnaði tveimur félögum úr sömu deild
Mynd: EPA
Christian Eriksen samdi fyrr í þessum mánuði við þýska félagið Wolfsburg eftir að hafa verið án félags frá því að samningur hans við Manchester United rann út í sumar.

Hann var orðaður við Wrexham í sumar og æfði með Malmö í aðdraganda skiptanna til Wolfsburg.

Danski miðjumaðurinn var á blaði hjá fleiri félögum og segir Bild frá því í dag að Eriksen hafi hafnað tilboðum frá Bayer Leverkusen og Stuttgart. Ef Eriksen hefði samið við Leverkusen hefði hann unnið með Erik ten Hag sem fékk hann til United á sínum tíma, en ten Hag var reyndar látinn fara á dögunum.

Einnig er sagt að fyrirspurnir hafi komið frá Bandaríkjunum, Tyrklandi og Sádi-Arabíu en Eriksen hafnaði þeim möguleikum til að semja við Wolfsburg.

Eriksen er samningsbundinn Wolfsburg fram á sumarið 2027.
Athugasemdir