Hákon Rafn Valdimarsson var maður leiksins þegar Brentford vann Aston Villa í 3. umferð enska deildabikarsins í gær.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn. Harvey Elliott kom Aston Villa yfir en það var fyrsta mark hans fyrir liðið eftir komuna frá Liverpool í sumar.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn. Harvey Elliott kom Aston Villa yfir en það var fyrsta mark hans fyrir liðið eftir komuna frá Liverpool í sumar.
Hann átti skot sem fór beint á Hákon en boltinn fór í gegnum hendurnar og fæturnar á honum.
Aaron Hickey jafnaði metin með glæsilegu marki og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni. Þar var Hákon hetjan því hann varði fyrstu spyrnuna frá John McGinn og fjórðu spyrnuna frá Matty Cash. Brentford skoraði úr öllum sínum spyrnum en það var MIkkel Damsgaard sem innsiglaði sigurinn.
Hákon var valinn maður leiksins fyrir þessa frábæru frammistöðu.
Those @BrentfordFC penalty heroics! ????#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/sRoDHhGv5t
— Carabao Cup (@Carabao_Cup) September 16, 2025
Athugasemdir