Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 12:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Seinheppnin eltir Arnór - Meiðslin metin dag frá degi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árið hjá Arnóri Sigurðssyni hefur verið litað af meiðslum, hann fór frá Blackburn til Malmö en hefur ekki náð að koma sér almennilega af stað hjá sænsku meisturunum vegna meiðsla.

Hann meiddist gegn Elfsborg á sunnudag, þurfti að fara af velli þegar hálftími lifði leiks vegna meiðsla á fæti.

Malmö segir að meiðslin séu ekki svo slæm, staðan verði metin dag frá degi og það sé klárlega búist við því að hann spili meira í sænsku deildinni á þessu ári.

Malmö er í 5. sæti sænsku deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Fjögur stig eru upp í AIK sem er í 3. sæti deildarinnar og sautján stig upp í topplið Mjällby sem er með tíu stiga forskot á Hammarby í 2. sætinu.

Malmö á bikarleik á morgun og er einnig í deildarkeppni Evrópudeildarinnar - svo það er nóg af mikilvægum leikjum framundan hjá Arnóri og Daníel Tristan Guðjohnsen.
Athugasemdir
banner