Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 17. umferð - Gerir sterkt tilkall í A-landsliðið
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Birta hefur verið stórkostleg í sumar.
Birta hefur verið stórkostleg í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlýtur að vera farin að gera tilkall í A-landsliðið.
Hlýtur að vera farin að gera tilkall í A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Georgsdóttir, framherji Breiðabliks, er sterkasti leikmaður 17. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Valið stóð á milli hennar og Fanndísar Friðriksdóttur en þær skoruðu báðar þrennu í umferðinni.

Birta fór á kostum fyrir austan þar sem Breiðablik fór illa með FHL, 1-5. Úrslit sem þýða það að FHL er svo gott sem fallið og Breiðablik er komið langt með að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Birta er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum.

Þessi stelpa er heldur betur með gæði og skoraði þrennu hér í dag," skrifaði Fannar Bjarki Pétursson í skýrslu sinni frá leik FHL og Breiðabliks.

„Alltaf ógnandi og stórhættuleg, Þetta hlýtur að vera framtíðarleikmaður í A-landsliðinu okkar," skrifaði Fannar Bjarki jafnframt.

Það er erfitt að sjá það að Birta geri ekki sterkt tilkall í A-landsliðið í næsta mánuði ef hún heldur svona áfram.

Hún hefur í sumar skorað 15 mörk í 16 leikjum og er að sýna það að hún er tilbúin að taka skref fram á við á sínum ferli. Hún er búin að vera besti leikmaður Breiðabliks ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur og útlit er fyrir að Kópavogsliðið muni vinna tvöfalt í sumar.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
12. umferð - Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
13. umferð - Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
14. umferð - Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
15. umferð - Linda Líf Boama (Víkingur R.)
16. umferð - Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner