Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvar spilar Þór á næsta tímabili?
Teikning frá 2024. Ásinn er austanmegin við aðalvöllinn. Í nýrri teikningu er gert ráð fyrir því að allt gervigrassvæðið verði samtengt; æfingasvæðið og völlurinn og svæðið verður allt upphitað.
Teikning frá 2024. Ásinn er austanmegin við aðalvöllinn. Í nýrri teikningu er gert ráð fyrir því að allt gervigrassvæðið verði samtengt; æfingasvæðið og völlurinn og svæðið verður allt upphitað.
Mynd: Akureyri.net
Þór vann Lengjudeildina.
Þór vann Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar unnu sér sæti í Bestu deildinni á næsta ári með sigri á Þrótti á laugardag, liðið endaði í efsta sæti Lengjudeildarinnar og fer beint upp í deild þeirra bestu.

Þórsarar spiluðu heimaleiki sína í Boganum á þessu tímabili en Boginn er ekki leyfilegur í efstu deild karla.

Það eru framkvæmdir á Þórssvæðinu, það á að leggja gervigras fyrir utan Bogann og setja þar upp 500 manna stúku. Áætlað er að Þór spili heimaleiki sína þar á næsta tímabili, en ekki er enn búið að leggja gervigrasið og stutt í veturinn.

„Við ætluðum að vera búin að leggja gervigras á Ásinn í byrjun sumars, það gekk ekki og engin haka svo sem í gólf. Svo erum við búin að missa þetta alltof langt, þetta hefur ekki gengið nógu vel og ekki samkvæmt áætlun. Núna eru komnir sex menn erlendis frá sem eru að fara leggja grasið, en þá er nú ekki eins og september á Akureyri sé í sparifötunum til að taka á móti þeim. Það er eins og gamla konan sagði; rignir eins og hellt sé úr tveimur fötum."

„En hafandi sagt það þá var byrjað að leggja púða í morgun og það birtir til í spánni, við erum bjartsýnir á að þetta takist,"
segir Reimir Helgason sem er framkvæmdastjóri Þórs.

„Við erum með 500 manna stúku á trailer sem bíður eftir því að koma á svæðið, samskonar stúka og er við KA völlinn."

„Við höfum látið KSÍ vera með í þessu ferli; þegar völlurinn var teiknaður upp og hvernig aðstaðan yrði. Það er fundur á morgun þar sem verður farið yfir nýjustu teikningar,"
segir Reimar.

Hann segir að framtíðarsýn Þórs sé að færa sig aftur á aðalvöllinn, þann völl sem liðið hafði spilað heimaleiki sína fyrir árið í ár, þegar búið verður að skipta um undirlag á þeim velli.

„Við erum á öllum endum að berjast við bæinn, það er kominn peningur fyrir íþróttahúsi, því flottasta á landinu sem á að vera komið upp 2030. Við horfum á aðalvöllinn sem framtíðarvöll eftir 7-10 ár. Þangað til verðum við á Ásnum."

Þórsarar vilja leggja gervigras eða hybrid-gras á aðalvöllinn, fyrr verður ekki spilað á þeim velli í meistaraflokki. „Við gengum eiginlega alveg frá vellinum 2024, þá var grasið á æfingasvæði okkar það lélegt að við þurftum að æfa á vellinum og spila á honum; tveir meistaraflokkar. Völlurinn réð ekki við það. Yngri flokkarnir hafa verið á vellinum í sumar, en keppnisvöllur fyrir meistaraflokk verður hann ekki fyrr en það verður búið að betrumbæta völlinn."

Reimar segir Þórsara ekki vera farna að hugsa út í hvar þeir munu byrja Íslandsmótið ef gervigrasið fer ekki á ásinn fyrir veturinn. Ef það fer ekki á núna í haust eru allar líkur á því að það verði ekki hægt að leggja það fyrr en eftir að Íslandsmótið byrjar á næsta ári og þá verður að byrja mótið annars staðar.
Athugasemdir