
Fyrri undanúrslitaleikir umspils Lengjudeildarinnar verða spilaðir í dag. Fjögur lið berjast um að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli.
HK-ingar eru spenntir fyrir því að taka á móti Þrótturum í Kórnum en þegar þessi lið mættust á sama stað fyrr í þessum mánuði vann HK 5-2 sigur.
HK-ingar eru spenntir fyrir því að taka á móti Þrótturum í Kórnum en þegar þessi lið mættust á sama stað fyrr í þessum mánuði vann HK 5-2 sigur.
HK-ingar ætla að opna Kórinn 16:30 en leikurinn sjálfur verður 19:15. Áhorfendur geta mætt snemma og fylgst með hinni viðureigninni, leik Keflavíkur og Njarðvíkur, á Bar fólksins en sá leikur hefst 16:45.
Tilboð verður á barnum og hægt að fá sér grillmat.
Athugasemdir