Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall hetja Sönderjyske í bikarnum - Danijel og Logi fóru áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var hetja Sönderjyske þegar liðið vann Hvidovre í 32-liða úrslitum danska bikarsins í dag.

Rúnar Þór Sigurgeirsson var í byrjunarliðinu en Daníel Leó Grétarsson var ekki í hópnum. Kristall kom inn á eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.

Hvidovre jafnaði metin í 1-1 stuttu síðar en Kristall skoraði sigurmarkið á 68. mínútu.

Danijel Dejan Djuric var í byrjunarliði Istra sem vann Neretva 2-1 í 32-liða úrslitum króatíska bikarsins. Logi Hrafn Róbertsson kom inn á þegar 25 mínútur voru eftir.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem vann Ilioupoli í fyrstu umferð gríska bikarsins sem er deildrakeppni.

Lúkas Pettersson var í markinu hjá varaliði Hoffenheim í grátlegu tapi gegn Viktoria Köln 2-1 en sigurmarkið kom á 2. mínútu í uppbótatíma. Hoffenheim er með 10 stig í 5. sæti eftir sex umferðir í fjórðu efstu deild í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner