Heimild: Dr. Football
Breiðablik er í mikilli lægð, liðið hefur einungis unnið einn deildarleik frá sigrinum gegn Stjörnunni 27. júní. Sigurleikurinn var 1-0 heimasigur gegn Vestra (19. júlí). Í átta Evrópuleikjum hefur Breiðablik unnið þrjá, einn frábæran 5-0 sigur gegn Egnatia og svo tvo gegn Virtus frá San Marinó. Blikar eru í fjórða sæti, átta stig eru upp í efsta sætið og sex upp í Evrópusæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Liðið hefur einungis unnið einn sigur og fengið átta stig úr níu leikjum frá Stjörnuleiknum. Stuðningsmenn Breiðabliks eru ekki sáttir og einn af þeim er Hrafnkell Freyr Ágústsson sem tjáði sig í Dr. Football þætti dagsins.
Liðið hefur einungis unnið einn sigur og fengið átta stig úr níu leikjum frá Stjörnuleiknum. Stuðningsmenn Breiðabliks eru ekki sáttir og einn af þeim er Hrafnkell Freyr Ágústsson sem tjáði sig í Dr. Football þætti dagsins.
„Blikar hafa verið hræðilegir í tvo mánuði, það er augljóst að þetta er eitthvað andlegt því að þessir leikmenn urðu ekki lélegir í fótbolta á einu ári, þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrra."
„Mér finnst þjálfarinn vera úrræðalaus, finnst ekki vera neinn andi í kringum liðið, finnst leikmenn ekki vera að vinna saman og mér finnst þjálfarinn hvorki gefa af sér innan né utan vallar; hörmulegur í viðtölum. Hann tekur aldrei hlutina á sig, segir ekki að þetta hafi verið lélegt og að hann hafi lagt hlutina vitlaust upp. Það eru alltaf einhverjar afsakanir; 'við vorum betri', 'við vorum óheppnir'. Það er orðið svo þreytt að hlusta á þetta af því að maður horfir á alla þessa leiki og þetta er ógeðslega lélegt."
„Ég get ekki greint hvernig fótbolta Breiðablik spilar, ég hef ekki hugmynd um það, þetta er bara eitthvað. Ég fór á leikina á móti KA og Zrinjski og þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég hef séð. Ég hugsaði eftir Zrinjski leikinn að ég myndi ekki nenna að mæta aftur. Menn voru bara að dútla með boltann aftast í þriggja manna vörn, það gerðist ekkert," segir Hrafnkell.
Hrafnkell er ekki sáttur við Óla Val Ómarsson: „Það hefur ekkert komið frá honum."
Rætt var um að Höskuldur Gunnlaugsson hefði ekki átt gott tímabil í ár eftir að hafa verið besti leikmaður mótsins í fyrra. „Hann er alls ekki búinn að vera góður í ár, versta tímabil sem ég hef séð Höskuld í Breiðabliksbúningnum. Hann var að henda í „clutch" augnablik í byrjun móts en var heilt yfir ekki frábær í leikjunum."
Hrafnkell vill að Halldór Árnason verði látinn fara sem þjálfari liðsins. „Ég vil láta reka Dóra, ég sé enga leið út úr þessu, sé hann ekki ná upp einhverjum anda eða finna einhverjar lausnir til að hlutirnir fari að ganga, því miður. Dóri gerði frábærlega í fyrra, vann þennan titil, en hefur bara ekki náð að fylgja því nógu vel eftir," segir Hrafnkell sem segir Anton Ara Einarsson, markmann Breiðabliks, vera stóran þátt í að Breiðablik sé þó í 4. sæti deildarinnar. „,Hann er búinn að vera besti maður Blika sem segir margt um liðið."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir