Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 16. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Brentford mætir Aston Villa
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í enska deildabikarnum í kvöld þar sem þrjú úrvalsdeildarlið mæta til leiks.

Sheffield Wednesday tekur á móti Grimsby Town í fyrsta leik kvöldsins, en Grimsby sló Manchester United eftirminnilega úr leik í síðustu umferð.

Skömmu síðar hefst viðureign í úrvalsdeildarslag kvöldsins, þegar Brentford fær Aston Villa í heimsókn. Aston Villa er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem á enn eftir að skora mark á nýju tímabili.

Á sama tíma á Crystal Palace heimaleik við Millwall í alvöru fjandslag á milli tveggja félaga úr suðurhluta London.

32-liða úrslit
18:45 Sheff Wed - Grimsby
19:00 Brentford - Aston Villa
19:00 Crystal Palace - Millwall
Athugasemdir
banner