Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Wilder ráðinn til Sheffield í þriðja sinn (Staðfest)
Mynd: EPA
Chris Wilder hefur verið ráðinn aftur sem aðalþjálfari Sheffield United í Championship deildinni eftir nokkra mánuði án starfs. Þetta er í þriðja sinn sem hann er ráðinn í starfið.

Wilder fær í þetta skiptið tveggja ára samning en hann var rekinn frá félaginu þegar honum mistókst að koma liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina í byrjun sumars. Sheffield tapaði úrslitaleik umspilsins gegn Sunderland.

Wilder tekur við af Rubén Sellés sem stóð sig hörmulega við stjórnvölinn. Sheffield er án stiga eftir fimm umferðir undir hans stjórn, með markatöluna 1-12.

Wilder stýrði Sheffield United fyrst frá 2016 til 2021. Hann tók svo aftur við frá 2023 til 2025 og er núna ráðinn í þriðja sinn.

Hann stoppaði stutt við stjórnvölinn hjá Middlesbrough og Watford á milli þess að þjálfa Sheffield.

   13.09.2025 12:00
Gæti snúið aftur nokkrum mánuðum eftir að hann var látinn fara



Athugasemdir
banner