Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Varamenn Arsenal sáu um Athletic
Gyökeres og Martinelli skella saman
Gyökeres og Martinelli skella saman
Mynd: EPA
Gabriel Martinelli var hetja Arsenal þegar liðið vann Athletic Bilbao á Spáni í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Eberechi Eze fékk gullið tækifæri til að koma Arsenal yfir þegar hann fékk sendingu inn á markteiginn en Andoni Gorosabel, varnarmaður Athletic, var fljótur að átta sig og náði boltanum af honum.

Eftir hálftíma leik þurfti Viktor Gyökeres á að hlynningu að halda en það blæddi úr hnakkanum á honum þegar Gabriel skallaði hann eftir fyrirgjöf frá Declan Rice.

Gyökeres var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik fyriir Leandro Trossard og stuttu síðar kom Gabriel Martinelli inn á fyriir Eze.

Aðeins 36 sekúndum síðar slapp Martinelli í gegn eftir skalla frá Trossard inn fyrir vörn Athletic. Martinelli skaut undir Unai Simon í marki Athletic og í netið.

Undir lok leiksins tryggði Trossard sigur Arsenal eftir frábæran undirbúning frá Martinelli.

Belgíska liðiið Union Saint-Gilloise gerði sér góða ferð til Hollands þar sem liðið vann öruggan sigur á PSV.

PSV 1 - 3 St. Gilloise
0-1 Emmanuel Promise ('9 , víti)
0-2 Anouar Ait El Hadj ('39 )
0-3 Kevin Mac Allister ('81 )
1-3 Ruben Van Bommel ('90 )

Athletic 0 - 2 Arsenal
0-1 Gabriel Martinelli ('72 )
0-2 Leandro Trossard ('87 )
Athugasemdir