Gabriel Martinelli var hetja Arsenal þegar liðið vann Athletic Bilbao á Spáni í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Eberechi Eze fékk gullið tækifæri til að koma Arsenal yfir þegar hann fékk sendingu inn á markteiginn en Andoni Gorosabel, varnarmaður Athletic, var fljótur að átta sig og náði boltanum af honum.
Eberechi Eze fékk gullið tækifæri til að koma Arsenal yfir þegar hann fékk sendingu inn á markteiginn en Andoni Gorosabel, varnarmaður Athletic, var fljótur að átta sig og náði boltanum af honum.
Eftir hálftíma leik þurfti Viktor Gyökeres á að hlynningu að halda en það blæddi úr hnakkanum á honum þegar Gabriel skallaði hann eftir fyrirgjöf frá Declan Rice.
Gyökeres var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik fyriir Leandro Trossard og stuttu síðar kom Gabriel Martinelli inn á fyriir Eze.
Aðeins 36 sekúndum síðar slapp Martinelli í gegn eftir skalla frá Trossard inn fyrir vörn Athletic. Martinelli skaut undir Unai Simon í marki Athletic og í netið.
Undir lok leiksins tryggði Trossard sigur Arsenal eftir frábæran undirbúning frá Martinelli.
Belgíska liðiið Union Saint-Gilloise gerði sér góða ferð til Hollands þar sem liðið vann öruggan sigur á PSV.
PSV 1 - 3 St. Gilloise
0-1 Emmanuel Promise ('9 , víti)
0-2 Anouar Ait El Hadj ('39 )
0-3 Kevin Mac Allister ('81 )
1-3 Ruben Van Bommel ('90 )
Athletic 0 - 2 Arsenal
0-1 Gabriel Martinelli ('72 )
0-2 Leandro Trossard ('87 )
Athugasemdir