Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
banner
   mán 15. september 2025 21:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Láki: Þetta réðst ekki hér
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

ÍBV gat lyft sér upp í efri hluta úrslitakeppninnar með sigri á Breiðablik í kvöld en jafnteflið skildi þá eftir í neðri hlutanum á markatölu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„Þetta er bara einn leikur og þetta réðst ekki hér, það er fullt af leikjum sem er hægt að segja ef og hefði" sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir jafnteflið í kvöld. 

„Frammistaðan enn og aftur góð hjá ÍBV. Mér fannst Blikarnir mjög góðir í seinni hálfleik. Þeir gátu nátturlega skipt inn á helvíti góðum leikmönnum en maður hefði viljað sjá hann inni þarna í lokin hjá Hermanni þegar Anton tók svaka vörslu þarna" 

„Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit þó svo að Blikarnir hafi ekki fengið mörg færi þá voru þeir sterkari úti á vellinum" 

Eyjamenn voru minna með boltann í fyrri háflleik en áttu töluvert hættulegri færi svo þeir fóru með að einhverju leyti sanngjarna forystu inn í hálfleikinn. 

„Við breyttum fljótlega úr 4-3-3 í 4-4-2 bara fljótlega því mér fannst við vera að tapa boltanum of mikið en þegar við náðum sóknum þá opnaðist mjög mikið og við vorum að fara á bakvið þá" 

„Það var auðvitað það sem við vorum að vonast eftir í seinni hálfleik að Olli myndi vera fara inn á bakvið þá en svo lentum við bara svolítið í því að vera ekki nógu mikið með boltann og verjast meira, því miður og það býður hættunni auðvitað heim"

„Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða og ég held að svona heilt yfir sanngjörn úrslit þó svo að auðvitað er ég svekktur að hafa ekki unnið þetta" 

Nánar er rætt við Þorlák Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner